Ríkisútvarpið

Það er ekki nóg með að það sé búið að skipta um fréttastef á RÚV (það er stefið sem kemur áður en fréttirnar eru lesnar) eftir 25 ár með sama stefi (sem er stefið sem ekki er hægt með nokkru móti að blístra og er tímalaus snilld) heldur er líka búið að henda út hinu fornfræga Mezzoforte lagi sem leikið hefur verið undir tilkynningalestri frá því að ég byrjaði að muna eftir mér. Í staðinn er komið eitthvað fréttastef frá Mars sem tónfræddustu tónlistarheilar geta ekki einu sinni skilið og svo er komið alveg afleitt klámmyndastef undir tilkynningalestrinum. Ég segi það ekki, öllu má venjast og eflaust gerir maður það með tímanum en þessar breytingar eru samt sem áður af hinu verra.

Mér er mjög illa við allar óþarfa breytingar því ég hef aldrei skilið hverju svoleiðis breytingar eiga að skila. If it's not broken, don't try to fix it er eitt af mínum mottóum og finnst mér það alveg hreint ágætis regla. 

En þetta er ekki það eina sem mér mislíkar á RÚV. Þar sem Rás 2 glymur í eyrunum á mér frá 7 á morgnana til rúmlega 3 á daginn er margt sem maður lærir að hata á þessari annars fínu útvarpsstöð. Eftir fínan morgunþátt Hrafnhildar Halldórs og Gests snillings Einarssonar tekur atvinnuhlandshausinn hann Magnús Einarsson við og ég hugsa að ég þurfi að búa til 2-3 blogg til að lýsa öllu mínu svekkelsi gagnvart honum því hann virðist gera í því að fara í taugarnar á mönnum eins og mér. Óli Palli nær nú alltaf að gleðja mig eftir hádegið þessa fáu daga sem hann er við stjórnvölin í Popplandi og Ágúst Boga er lítið hægt að setja út á. En svo kemur helvítið hann Guðni Már og eyðileggur daginn endanlega fyrri manni með þætti sem með sanni ætti að kalla "Lögin mín" af því að hann spilar bara lög sem honum finnst góð og ekkert annað. Annað vill hann bara ekki með nokkru móti spila og þegar svona menn stjórna 2ja tíma þætti þá er ekkert annað hægt en að verða brjálaður.

Ég hef mikla trú á því að mæðupistlar um Rás 2 eigi eftir að detta hérna inn næstu daga því af nógu er að taka. 

Bið að heilsa í bili. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband