18.10.2007 | 08:41
Radiohead í bissness
Þó mér persónulega finnist hljómsveitin Radiohead vera að fjarlægjast mér í tónlistarsköpun þá mega þeir eiga það að þeir færast alltaf nær og nær nútímanum (eða framtíðinni kannski) í að nýta sér nýjustu tækni.
Nýjasta dæmið um það er nýjasta platan þeirra.
Nú þegar umtal um að allir séu að stela öllu á netinu og ekki sé hægt að gefa út hljómplötu án þess að henni sé lekið inn á netið þá taka Radiohead menn upp á einhverju snjöllu. Mjög snjöllu. Nú getur semsagt hver sem er náð í plötuna á netið og hann ræður hvað hann borgar fyrir hana.
Nú hugsa eflaust einhverjir hvað mennirnir séu að pæla en þetta er án efa snjallasta vopn í baráttunni við stuld á netinu sem fyrirfinnst. Þú semsagt ræður hvort þú borgar 1 krónu eða 10.000 krónur fyrir plötuna og mátt svo hala henni niður í tölvuna og brenna á disk eða setja í Æpod apparatið.
Ég trúi ekki öðru en að flestallir sem þekkja til Radiohead nýti sér þetta tækifæri og eignist plötuna (löglega). Radiohead getur ekki annað en grætt á þessu. Það verða að sjálfsögðu alltaf einhverjir sem borga bara 1 krónu hlægjandi en megnið hlýtur að borga nokkur hundruð krónur eða um 1000 kallinn fyrir. Þar með losna Radiohead menn við allt umstang við að framleiða plötuna og hugsið ykkur bara sparnaðinn á því (engin hulstur og ekkert vesen)
Hef reyndar heyrt að síðar meir komi platan út í einhverri viðhafnarútgáfu hvort sem það er satt eður ei.
Nú er bara spurning hvort aðrar hljómsveitir fari nú ekki að fordæmi Radiohead og nýti sér tæknina til góðs. Ég er þó alls ekki að tala með því að hætta eigi allri framleiðslu á tónlist á geisladiskaformi, síður en svo. Það er bara aragrúi af hljómsveitum sem vælir allan liðlangan daginn yfir því að tónlist hennar sé stolið í ómældu magni á netinu. Radioheadleiðin er málið fyrir þessar hljómsveitir.
Svo eru aðrar hljómsveitir sem vita að raunveruleikinn er sá að sala á tónlist hefur aukist gríðarlega síðustu ár og því ekki hægt að kenna internetinu um að plötur seljist ekki. Mín persónulega skoðun er sú að þvert á móti sé "ólöglegt niðurhal" eins og það er kallað til þess að auka sölu á tónlist. Kannski ekki hér á Íslandi (enda tónlist og margmiðlunarefni almennt fáránlega dýrt) en í flestum öðrum löndum. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bera saman verð á nýrri tónlist, DVD, tölvuleikjum og forritum á Íslandsmarkaði og á mörkuðum annarsstaðar. Munurinn er svo fáránlegur að allur samanburður er vonlaus. Við getum þakkað glæpafyrirtækinu SMÁís fyrir það.
Athugasemdir
ég nennti ekki að lesa þetta blogg.. samt alltaf gaman að sjá nýtt blogg;)
Frekja litla frænka (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:31
Mér finnst þetta alveg frábræ hugmynd hjá Yorke og félugum!! Ég sem mikil Radiohead aðdáandi keypti mér eintak af dávnlódi, borgaði alveg grimmt eins og ég hefði farið í Skífuna og keypt þar og sé ekki eftir einu penní! Diskurinn sjálfur algjör snilld og langt síðan maður hefur fengið jafn heilsteypta plötu frá þeim félugum!! . . . En þetta er sennilega, jafnvel vonandi, það sem koma skal;)
Gummo (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.