Blogg?

Hér á blog.is er talað um blogg í karlkyni. Ég komst að þessu þegar ég fékk þessi skilaboð:
"Engir bloggar eru til fyrir þennan notanda."

Hér er bloggur
um blogg
frá bloggi
til bloggs

Hér er bloggurinn
um blogginn
frá blogginum
til bloggsins

Ég beygi þetta semsagt eins og flokkur.

Hélt að það væri nú yfirleitt talað um blogg í hvorugkyni...

Hér er blogg
um blogg
frá bloggi
til bloggs

Hér er bloggið
um bloggið
frá blogginu
til bloggsins

Er ég eitthvað skrýtinn?

p.s. ef maður setur villupúkann á þessa færslu þá þekkir púkinn ekki orðið bloggur... merkilegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er margt skrítið í kýrhausnum.

heyrði fréttamann í útvarpinu um daginn tala um pöstu (pasta) var eikkað p0stuverkfall á ítalíu eða eitthvað ....hvað erþað.....helta að pasta væri hvorkynd orð.

sami fréttamaður talaði um skemmtistaðinn Nösu, er það ég sem er fáráður eða hann????

Heiða táknmálspía (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 14:59

2 identicon

Já sæll, já fínt 

Róleg samt á stafsetningarvillunum..........eigum við að ræða það eitthva.

Heiða (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 15:00

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Þessi útvarpsmaður hlýtur að hafa verið Magnús Einarsson á Rás 2. Eins og alþjóð veit er hann erkifífl og veit ekkert í sinn haus. Ég hef heyrt þetta með pöstuna frá mörgum en ég held að þetta sé ekkert annað en einhverskonar sýndarmennska... hvað veit ég?

En þetta með Nösu er reyndar mjög mikið notað, þ.e. um skemmtistaðinn NASA. Bransakallarnir segjast allir vera að spila á Nösu. Mér finnst það bjánalegt. 

Ólafur Björnsson, 24.10.2007 kl. 21:02

4 identicon

Það kemur einkennilega fyrir sjónir að sjá hvernig þú skrifar um mig, sem þú þekkir ekki neitt. Virkaði særandi þangað til ég sá hvernig þú skrifar og afhjúpar þinn karakter.

Ég óska þér alls hins bezta, gæfu og gengis. Megi guð og lukkan stökkva með þig yfir allar gaddavírsgirðingar lífsins.

 Kveðja,

 Magnús Einarsson

Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 09:45

5 Smámynd: Andrés Skúlason

Hvorugkyn kemur mér spánskt fyrir sjónir
Prentvillupúkinn

Andrés Skúlason, 3.11.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband