Ég elska svona lista

Ashkhabat-Kopetdag_190Það er fátt skemmtilegra heldur en þessir vísindalega framkvæmdu listar um fótbolta. FIFA-listinn alræmdi kemur öllum í gott skap enda íslenska landsliðið borið saman við álíka þjóðir og eru fyrir ofan okkur á þessum lista yfir bestu deildir.

Íslendingar eru að sjálfsögðu ævareiðir þegar þeir lesa svona lista, enda svívirðileg framkoma þeirra sem að honum standa að setja þessa stóru fótboltaþjóð svona neðarlega. Þriðja versta deild í heimi. Er það ekki bara sannleikurinn? Ég veit það ekki, ég fylgist ekki með armönsku deildinni og hef því ekki samanburðinn. Kannski maður skelli sér á leik næsta sumar í kasöksku deildinni með Ashgabat FC (þeir eru sko meistarar) og Kopetdag.  

Og að lokum. Ef Ísland er í 97. sæti yfir verstu deildarkeppnir heims, erum við þá ekki fjórða versta deild í heimi? Þriðja versta deild í heimi segir fyrirsögnin.  


mbl.is Þriðja versta deild í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugarvert að listinn inniheldur bara 100 lönd en meðlimir FIFA eru 208 þannig að eitthvað vantar af deildum þarna, t.d. eru Færeyingar ekki með.
Listinn er hérna annars:
The strongest National League in the World 2007

Gulli (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:08

2 identicon

Samkvæmt þessu þá er Eiður Smári fjórði versti íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2007, lendir í 7 sæti af tíu.  Verður ekki að gera meiri kröfur til fréttamann en þetta.

Ragnar (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Ragnar, samkvæmt þessari frétt, þá er Eiður Smári sá þriðji versti.  

Kristján Magnús Arason, 9.1.2008 kl. 13:46

4 identicon

Fjórði versti er rétt.

10=versti: 9=næstversti: 8=þriðji versti og svo koll af kolli ekki satt?

maður spyr sig samt hvort við séum ekki með eina bestu deild í heimi miðað við höfðatölu? hefur einhver tekið það saman?

Geiri (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband