20.3.2008 | 18:39
Tómas Tómasson - Jón var kræfur karl og hraustur
Ég rakst fyrir tilviljun á þetta á JúTjúb. Tómas Magnús Tómasson, bassaleikari, að flytja Jón var kræfur karl og hraustur á afmælistónleikum Hins Íslenska Þursaflokks, sem fram fóru 23. febrúar síðastliðinn. Það var svosem kominn tími til að þetta yrði fest á filmu, enda Tómas búinn að syngja þetta lag með vissu millibili í 30 ár, fyrst með Þursaflokknum og svo með Stuðmönnum. Hápunktur þeirra balla sem ég hef farið á með Stuðmönnum er án undantekninga þegar Tómas flytur þetta lag með sinni hljómþýðu og angurværu rödd. Mynd- og hljóðgæði eru kannski ekki þau bestu enda myndbandið tekið upp af áhorfanda úr sal.
En nú er bara að hækka í botn og njóta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.