Sinister Dane

Jæja... erum á Borgarfirði. Eins og svo oft þegar ég kem heim á Borgarfjörð þá á ég erfitt með að sofna. Hef mikið verið að spá hvað það geti verið sem veldur því. Ein skýringin held ég að geti verið gamall vani. Ekki sá vani að eiga erfitt með að sofna, heldur sá vani að þegar ég bjó hér vakti ég yfirleitt ansi lengi frameftir um helgar. Hver veit nema að það orsaki þessar andvökur þegar ég kem heim.

Þegar maður er andvaka er oft ansi gott að skreppa á netið og kíkja t.d. á JúTjúb. Nú áðan fann ég svolítið merkilegt. Þannig er að þegar ég var úti á Spáni '99 ákvað ég að prófa að kaupa nokkra geisladiska í búð nokkurri sem ég kom í nánast daglega. Diskarnir kostuðu að mig minnir 50 peseta hver og ákvað ég einn daginn að kippa 4 diskum með. Ekki datt mér í hug að þetta væru neitt merkilegir diskar en það kom á daginn að þeir voru allir þrælfínir. Diskarnir voru með hljómsveitum sem heita (eða hétu) Room14 sem er (var) bandarísk hljómsveit í þyngri kantinum og spilaði þetta fína rokk, bandarískri hljómsveit sem hét Lucy's fur coat sem var í svona Presidents of the United States of America stíl, þýskri hljómsveit sem hét Gum (reyndar slappasti diskurinn) og síðast en ekki síst bandarískri hljómsveit sem kallaði sig Sinister Dane. Þessi diskur heillaði mig gríðarlega við fyrstu hlustun og hefur fengið að snúast í spilaranum hjá mér með vissu millibili síðan.

Sinister Dane er hljómsveit sem líkja má helst við blöndu af Living Colour og Faith no more. Gríðarlega færir hljóðfæraleikarar og svartur söngvari sem er alveg svakalega góður. Fyrir einhverja rælni datt mér í hug að skrifa Sinister Dane í leit á JúTjúb og fékk þar upp þrjú myndbönd með þessari merku hljómsveit. Hins vegar fann ég afskaplega lítið um hljómsveitina þegar ég leitaði að henni á Google, sem segir manni kannski að þeir hafi ekki verið neitt sérstaklega stórt nafn á sínum tíma. Hins vegar var hljómsveitin lofuð í bak og fyrir í commentum við myndböndin á JúTjúb, svo einhverja aðdáendur hlýtur hún að hafa átt. Platan sem ég keypti með þeim, sem heitir eftir hljómsveitinni) er eina platan sem þeir gáfu út (árið 1995) og það verð ég að segja að hún er ein af þessum heilsteyptu plötum sem maður hlusta á aftur og aftur. Ég fann myndband við uppáhalds lagið mitt á plötunni, Where's my parade, og skelli ég því hér link á það og mæli með að allir unnendur góðrar tónlistar kíki á þetta.

http://www.youtube.com/watch?v=BPQJQJjI7DM

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband