27.6.2008 | 13:22
Ég sakna þeirra allavega ekki
Ég er ekki frá því að það Evrópumót sem nú er að klárast sé það besta sem ég hef séð síðan 1996, og er þetta jafnvel betra en það. Ég er búinn að horfa á alla leikina, nema 4, og hef enn ekki séð leiðinlegan leik, kannski að undanskildum leik Spáns og Ítalíu í 8 liða úrslitum, þó svo að hann hafi farið í vítaspyrnukeppni. Þegar lið eins og Sviss er að koma manni á óvart með skemmtilegum fótbolta þá hlýtur standardinn að vera góður. Ég ætla eftir úrslitaleikinn að koma með nánari hugleiðingar mínar um keppnina. Í þetta skiptið ætla ég að taka mér bessaleyfi og koppí/peista grein sem ég sá á www.fotbolti.net um enska landsliðið. ún er eftir kanadískan blaðamann og er vægast sagt skemmtileg og áhugaverð. Njótið, ég sakna þeirra allavega ekki. Sorrí Þröstur.
EM 2008 er betra án Englands
Það er góð saga sem gengur hér í Genf í Sviss. Hún er um Steve McClaren, þann sem missti starfið þegar Englandi tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM, en hann er hér í Sviss á EM2008 við einhverjar fótboltalýsingar fyrir BBC.
Sagan er að þegar McClaren kom í fréttamannamiðstöðina til að ná í fréttamannapassann sinn, þá hafi starfsmaður UEFA starað á hann smástund og sagt; ,,Ég veit ég á að þekkja þig." McClaren brosti sínu breiðasta og sýndi hvítar tennurnar, ánægður með að frægð hans væri á góðum grunni á alþjóðavísu. En þá sagði UEFA gaurinn; ,,Ó, já, auðvitað, þú ert fyrrverandi landsliðaþjálfari Írlands.
Ég hef ekki hugmynd um hvort hyggindi og sérfræði þekking McClaren um EM2008 eru þess virði að heyra. En það er samhljómur í ensku pressunni um að Steve McClaren hefði átt að hafa vit á að halda sig fjarri hljóðnemanum með hyggindi sín um stórmótið sem hann gat ekki einu sinni komið landsliði sínu á.
Englandi tókst ekki að komast á EM2008, bara svona ef þú vissir það ekki, með tveimur töpum gegn Króatíu, einu tapi gegn Rússlandi, og einu jafntefli gegn litlu Makedóníu.
Satt best að segja, þá er EM2008 betra mót án Englands. Ekki bara vegna þess að enska landsliðið er miðlungs og oft vonlítið lið, heldur líka vegna þess að það spilar oft þunglamalegan og leiðinlegan fótbolta, sem hefði lækkað skalann hér.
Án Englands erum við laus við flóðbylgjuna af umfjöllun um fótinn á David Beckham, eða um nárann á Michael Owen. Vegna þess að enskir fjölmiðlar fjalla svo ýkt og svo yfirgnæfandi um fótbolta ef England er þáttakandi í móti, og síðan flækist þetta gaspur inn á helstu ensku miðlana um allan heim, og allt í einu lítur England út fyrir að vera mikilvægara en það er í raun og veru.
Enskur fótbolti er á niðurleið, staðreynd sem er dulbúin og falin með árangri Manchester United, Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu. Öll þrjú liðin eru troðfull af frábærum leikmönnum, en þeir eru frá Þýskalandi, Portúgal, Hollandi og Spáni. Hugmyndin um að enska landsliðið standi jafnfætis portúgalska eða hollenska landsliðinu sem við höfum horft á, er farsakennd.
Flestir leikmenn enska landsliðsins eru ofmetnir, oflaunaðir, og ofar tunglinu í áliti á sjálfum sér. Flesta skortir sjálfsaga og tækni. Merkjanlega þá hafa örfáir meikað það með að spila með erlendum liðum. Þá má telja á fingrum annarrar handar nú síðast Beckham og Owen hjá Real Madrid. Mig grunar að flestir séru einfaldlega hræddir við álagið sem fylgir því að spila á Spáni eða á Ítalíu.
Önnur góð saga sem hefur farið hringinn í Evrópu í nokkur ár er um enskan landsliðsmann sem var eitt keppnistímabil í Seríu A liði á Ítalíu. Eftir fyrsta leikinn spurði hann einn framámann liðsins um leiðina í setustofu leikmanna. Þess má geta að á Englandi eru liðin með sérstakan bar með drykki fyrir leikmenn, konur þeirra eða kærustur, og fyrir VIP. Þessi framámaður liðsins sagði leikmanninum að svona bar væri ekki til hjá þeim. Gapandi af undrun spurði leikmaðurinn; En hvert fara þá leikmenn eftir leiki? Og svarið var; Þeir fara heim til sín.
Ég er yfir mig ánægður með að þurfa ekki að þola leiðinlega leiki miðlungsleikmanna. Mig langar virkilega ekki til að horfa á Rio Ferdinand taka hálfa öld að labba frá enska markinu yfir í vítateig andstæðinganna þegar enskir eiga horn. Né heldur að vakna upp við það eftir 30 mínútna leik að David Beckham hefur ekki sést í leiknum.
Og ef England kemst á stórmót, þá er litið á þá staðreynd af evrópsku pressunni sem gamansama dægrastyttingu. Þar með fylgir með, sú hlægilega þráhyggja að fjalla í sífellu um WAG´s, eða eiginkonur og kærustur leikmanna, hin óumflýjanlega sálarkvöl einhvers aumingja fórnarlambs sem klikkaði á víti, grunurinn um að allir útlendingar hati England, að allir erlendir leikmenn geri sér upp meiðsli en það gera hugprúðir englendingarnir nefnilega ekki, og hinar fáráðlegu ýkjur um getu enskra leikmanna, sem í raun eru meðreiðarsveinar en ekki stjörnur.
Svo ekki sé minnst á að allt er smærra og þægilegra í sniðum að mestu leiti á 30.000 manna og stærri völlum, í tiltölulega litlum borgum sem hefðu aldrei geta tekið við hinum stóra her enskra áhorfenda. Og þrátt fyrir að enskir áhorfendur hagi sér yfirleitt vel þessa dagana, þá orsaka þeir samt taugatitring hjá innfæddum borgurum og lögreglu, sem verður til þess að skemma fyrir öllum hinum. Þegar ensku áhorfendurnir eru ekki, þá er öryggisgæsla slakari og börum í borginni þar sem leikirnir fara fram er ekki lokað á leikdegi.
EM2008 er um leikina og skemmtunina. Það er um gáska hollensku sóknarinnar, ítalina á bjargbrúninni, og spænsku hæfileikana. Þessir frægu ensku leikmenn, ef þeir eru að horfa á EM2008 í lúxusvillum sínum eða á einkastrandhýsi á einkaeyju í Karabískahafinu, eru að horfa á leikmenn sem eru betri en þeir. Og það sem meira er, enginn saknar þeirra.
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér. Þetta er besta EM sem ég hef séð og ekki sakna ég Englendinganna.
S Kristján Ingimarsson, 28.6.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.