Hljómsveit Dallas Group frá Djúpavogi fær nýtt æfingarhúsnæði

Þessi færsla er sérstaklega fyrir Ingþór Sigurðarson frá Vegamótum.

Enn og aftur flytur hljómsveitin Dallas Group Inc. ehf.is frá Djúpavogi sig um set og nú má segja að hún sé komin hringinn, eða réttara sagt 3/4 hljómsveitarmeðlima, því þarna var æfingahúsnæði þeirra í kringum 1990, en þá var ég nú bara ennþá að éta sand, eða því sem næst. Húsnæðið er nánar tiltekið í bílskúrnum við gamla leikskólann. Djúpavogshreppur úthlutaði okkur þessu húsnæði og erum við mjög sáttir við það. Eins og gefur að skilja er margt sem þarf að lagfæra áður en nýtt húsnæði er orðið spilahæft og því var ekkert annað að gera en að hringja þrjár langar og eina stutta í Reykjavíkurhrepp og panta gólfefni og eggjabakkadýnur á veggina. Var efninu skellt á sl. miðvikudagskvöld og tók það c.a. eina kvöldstund. Rífa þurfti eitt stykki millivegg, bekk, vask o.fl. áður en gólfið var orðið lagningarhæft. 

Nú á aðeins eftir að fínisera húsnæðið, redda kaffikönnu og sófum og svona og þá verður þetta hin besta aðstaða og vonandi verður hún til frambúðar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við framkvæmdir. Njóttu vel Ingþór minn, vona að þú fáir sjúklega heimþrá...

 

DSCF0429 (Large)
 Æfingahúsnæðið fyrir breytingar
 
DSCF0432 (Large)
 Guðmundur yfirsmiður reynir að gera sér í hugarlund hvernig best sé að rífa helvítis vegginn
 

Það var svosem ekkert annað að gera en að byrja
 
DSCF0433 (Large)
Ég að máta hillurnar
 
DSCF0440 (Large)
Það hafðist að rífa vegginn enda einstakir niðurrifssérfræðingar að verkum
 
DSCF0446 (Large)
Svo þurfti að fjarlægja þennan stiga. Samvinna er lykilinn.
 
DSCF0449 (Large)
Þá var það teppalagningin, Guðjón Viðarsson kom til að taka út verkið
 
DSCF0453 (Large)
Steady hands...
 
DSCF0465 (Large)
Guðmundur mátar eggjabakkdýnurnar
 
DSCF0473 (Large)
Æfingahúsnæðið eftir breytingar. Teppi á gólfi og í gluggum, eggjabakkadýnur á veggjum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein spurning ! er Orange magnarinn hans Boga ennþá niðri í gryfjunni ?

Fínt húsnæði og margar minningar, kalli Elvars búinn að hætta 20 sinnum í þessu húsnæði, Ægir búinn að drekka vel á annað þúsund lítra af bjór og Gummi búinn að blóta þeim báðum í sand og ösku fyrir áhugaleysi og fyllerí, Kristján hefur látið bíða eftir sér á æfingu í 3 mánuði og 14 daga. Ég mætti alltaf á réttum tíma og gerið allt rétt ...

kveðja frá Bergne þar sem Neil Young er að koma og spila rafmagnað á útitónleikum eftir nokkra daga.

Ingþór.

Ingþór (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 13:09

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er búið að steypa upp í gryfjuna og gott ef Óransinn hefur ekki bara verið steyptur með.

Þetta hefur svosem lítið breyst með Gumma, Ægi og Kristján en Kalli er náttúrulega endanlega hættur og þú fluttur til útlanda.

Því er það ég sem mæti alltaf á réttum tíma og geri allt rétt!

Þú ert ekkert að spá í bjóða Gumma á Neil Young tónleikana?

Það er nú svo að allar setningarnar hafa byrjað á þoddni.

Þannig er nú það.

Ólafur Björnsson, 3.8.2008 kl. 14:48

3 identicon

Til hamingju með húsnæðið.

Man nú eftir því að hafa hlustað á Alelda tekið þarna trekk í trekk þegar að maður var að éta sandinn í sandkassanum þarna fyrir utan í denn  spurning um að skella sér á æfingu og athuga hvort að það sé sama skítabragðið af sandinum í kassanum hehe

Maggi (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband