Skólinn byrjar

Nú styttist í að nýtt skólaár hefjist. Það get ég sagt ykkur með sanni að fyrir ekki svo löngu síðan var það eins fjarri mínum huga og hugsast getur að ég myndi gerast kennari. En á einhvern hátt slysaðist ég í þetta starf. Það vantaði einhvern til að sjá um tölvukerfi skólans og kenna tölvufræði og ég ákvað að slá til. Áður en ég vissi af var ég einnig farinn að kenna ensku og valgreinar.

Ég neyðist víst til að viðurkenna að ég hef gríðarlega gaman af þessu starfi. Og það sem meira er; ég get ekki beðið eftir að nýtt skólaár hefjist. Pælið í því! Nú hef ég tekið að mér, ásamt tölvukennslunni, íslenskukennslu í 3. og 4. bekk. Það leggst vel í mig. Ég hef alltaf haft gaman af íslensku og var hún mín eftirlætis námsgrein í skóla.

Þetta sýnir manni það að maður veit aldrei í hverju maður lendir í lífinu. Mér fannst alltaf leiðinlegt í skóla og var ekkert sérstakur námsmaður, sem skýrist fyrst og fremst af leti. Ég hafði lítinn áhuga á að læra þó ég hafi nú slysast í gegnum Iðnskólann en það var nú aðallega af því að ég var að læra eitthvað sem ég hafði áhuga á.

Hver veit nema maður andskotist í Kennaraháskólann.......

Sjáum til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei heyrðu, nú líst mér á þig :-) Ég verð einmitt með umsjón í 7. bekk og íslensku í 9. bekk. Íslenskan er málið !

en annars ætlaði ég bara að benda þér á að þú ert aðeins of seinn að andskotast í Kennaraháskólann þar sem hann er víst ekki lengur til :-(

Búhú.

Góða skemmtun í kennslunni.

Þórunn Harðar (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:20

2 identicon

bara að kvitta fyrir komu minni..er á vafrrúnti í næturhúmi...

kvitt 

maggitoka (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Líst vel á þig! Þú verður jú að reyna að miðla af viskubrunni þínum :)

Þórey Birna Jónsdóttir, 1.9.2008 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband