Þetta gengur ekki lengur

Ég er mikið að velta fyrir mér að gerast bloggari aftur. Ég hef reyndar haldið úti bloggsíðu síðan 2001 en staðið mig afskaplega illa sl. ár. Einungis bloggað í törnum eða bara ekki neitt. Nú held ég að tími sé kominn að ég gerist reglulegur bloggari aftur.

Annars er svo komið að bloggrúnturinn sem ég var vanur að fara er orðinn ískyggilega stuttur. Margir af mínum vinum sem voru frábærir bloggarar eru hættir og er það miður. Nú eru allir komnir með Facebook og láta það nægja. Facebook er þó sem betur fer mikil snilld og því hægt að fyrirgefa því fólki sem hefur látið hana koma í staðinn fyrir bloggið. Það eru þó enn einhverjir bloggarar eftir; síðustu Móhíkanarnir, og er ég að spá í að slást í lið með þeim og viðhalda hinu sígilda bloggi. 

Þeir bloggarar sem eftir standa og ég fylgist með eru eftirtaldir:

Andrés Skúlason. Þessi tvöfaldi sveitungi minn heldur úti einni skemmtilegustu bloggsíðu sem ég skoða, það má hann eiga. Þrátt fyrir að ég sé ósammála honum í einu og öllu hef ég gaman af flestu því sem hann skrifar. Auk þess deilir hann með lesendum aragrúa af skemmtilegum myndum, enda einn besti ljósmyndari á Íslandi.

Kristján Ingimarsson. Hann bloggar nokkuð reglulega og er hnyttinn. 

Magni í Brekkubæ. Magni hefur upp á síðkastið bloggað reglulega og fer mikinn. 

Ingþór Sigurðarson. Gullkálfurinn frá Vegamótum er án efa einn skemmtilegasti bloggari landsins. 

Heiða á Bakka. Það kemur fyrir að ég æli úr hlátri þegar ég les bloggið hennar.

Þar með er bloggrúntinum lokað hjá mér. 

Síðan eru bloggarar eins og Harpa Rún, Frekja litla frænka, Dagur bróðir, Bidda litla, G. Þorkell o.fl. sem blogga af og til og hitta þá í mark.

Hins vegar skora ég á þá sem einu sinni héldu út frábærum bloggsíðum (eða blogga mjög sjaldan) að hugsa sinn gang og endurskoða þá ákvörðun að hætta að blogga. Þeir eru eftirtaldir:

Þröstur Fannar Árnason
Guðmundur Björnsson Hafþórsson
Hafþór Snjólfur Helgason
Arnar Pétursson
Hólmfríður Jóhanna Lúðvíksdóttir
Garðar Valur Hallfreðsson
Magnús Einþór Áskelsson
Hilmar Garðarsson

Nóg um það.

Af öðru er þetta er helst að frétta:

Þeir sem ekki eru búnir að fá sér Facebook eru vinsamlegast beðnir um að bæta úr því strax.

Þeir sem ekki hlusta á Kings of Leon eru beðnir um að bæta úr því strax.

Þeir sem ekki hafa séð Burn after reading eru löglega afsakaðir (það kunna ekki allir að dánlóda)

Fleira var það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka fyrir falleg orð í minn garð, ég er djúpt snortinn.

Ingþór (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 08:35

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Áfram Óli

S Kristján Ingimarsson, 17.11.2008 kl. 23:32

3 identicon

Það gleður mitt hjarta að þú ætlir að gerast bloggari.........fátt betra en að kika á skemmtilegt blogg eftir misskemmtilega daga :)

sorry að þú skildir æla ;)

Heiða á Bakka (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 00:18

4 Smámynd: Dagur Björnsson

Þarna þekki ég þig sykurpúði!!

Dagur Björnsson, 21.11.2008 kl. 08:49

5 identicon

Ég skal taka þið á orðnu,bara eftir að maður hætti í skóla..þá er minna um leiðinilegar kennslustundir sem maður getur bloggað í...

maggitoka (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 11:46

6 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mér líst vel á þig og stattu þig drengur!

Ólafur Björnsson, 3.12.2008 kl. 16:32

7 identicon

sæll óli ég er kominn hingað www.123.is/hilmargardars.kveðja Hilmar

Hilmar Garðarsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband