29.11.2008 | 13:09
Magni hitti naglann á höfuðið
Ég var að undirbúa mig að skrifa um þetta RÚV rugl allt saman þegar ég sá að Magni í Brekkubæ hafði skrifað við þessa frétt og ákvað því að kíkja á þá færslu.
Það er ekkert flóknara en það, hann skrifaði allt sem ég ætlaði að segja og því tek ég mér það bessalefyi að setja hans færslu hér inn. Og hana nú! (And cock now!)
Þá er það búið - þegar sauðirnir sem ráða í Efstaleitinu eru búnað loka Svæðisstöðvunum getiði tekið slagorðið "útvarp allra landsmanna" og lagt því í aftursætið á jeppanum sem Páll útvarps"stjóri" keypti fyrir afnotagjöldin mín, ekið því út á granda og hent því í sjóinn...
Þetta er enn eitt frábæra útspilið í þessu einkarekna rugli sem Páll virðist vera með - ef ykkur finnst ég vera harður við Palla útskýriði þá af hverju hann les sjálfur fréttir um sjálfan sig á tvöföldum launum meðan landsbyggðin er klippt út úr myndinni með einu pennastriki. Segiði mér hvernig hann getur krafið G.Pétur um að skila viðtali sem hann á sjálfur samkvæmt höfundarrétti - og síðan lesið sjálfur frétt um það um kvöldið!
Ég er að borga afnotagjöld fyrir þetta rugl!
700 milljóna sparnaður hjá RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er gaman þegar sólin skín!
Ymmi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.