Munurinn á Stöð2 og RÚV...

... er alveg hreint rosalegur.

Í nótt, þegar allir á mínu heimili voru í fastasvefni, settist ég fyrir framan tölvuna og horfði á Fréttaannál Stöðvar 2. Hann er alltaf eins.

Fréttamenn koma fram í búningum, illa farðaðir og asnalegir og gera grín að öllu sem gerðist á árinu. Alveg sama hvort verið var að segja frá árangri íslenskra á ÓL eða fjöldamorðum í Afríku, allt var þetta sett fram á einhvern furðulegan grínmáta og viðeigandi lög úr tónlistarsögunni spiluð undir. Þar að auki gleymdi fréttastofa S2 alveg aragrúa af viðburðum í upptalningunni.

Því tók ég eftir þegar ég settist í dag niður og horfði á endursýningu af innlendum svipmyndum hjá RÚV. Bara fyrstu tíu mínúturnar voru fréttamenn RÚV búnir að rifja upp 4 eða 5 atriði sem Stöð2 gleymdi, t.a.m. máli Paul(s) Ramses(ar) (eins og þeir segja á RÚV). Þessi aðferð ríkismanna að skipta umfjölluninni í tvennt, þ.e. innlenda og erlenda og aukinheldur að fara yfir málin í tímaröð er svoleiðis margfalt þægilegra og skemmtilegra heldur en þessi tilviljanakennda frásagnaraðferð S2 manna. Auk þess bera Rúvarar sínar svipmyndir ekki fram í grín- og hæðnistón, heldur á ítarlegan og fróðlegan máta.

Óvenju margt gerðist á þessu ári og tókst RÚV að koma öll atburðum þess fyrir, í sínum svipmyndum, á mjög skipulagðan hátt.

Skaupið var fínt, ekki orð um það meir.

Að lokum þakka ég fyrir liðið ár sem var mér og minni fjölskyldu afskaplega ánægjulegt. Vona að það eigi við um fleiri.

Megi árið 2009 vera ykkur heillaríkt.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já takk, sömuleiðis vinur.

ymmi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 07:30

2 identicon

Eigum við að halda tónleika um páskana? akkústik með fallegri stemningu, eða rafmagnað hart rokk??

eða kannski bæði...

ymmi (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 07:32

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Bæði.

Aðallega rafmagnað hart rokk 

Ólafur Björnsson, 2.1.2009 kl. 09:06

4 identicon

var að vona þú myndir segja þetta!!

ymmi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband