10.5.2009 | 16:05
Hvað má ráða af þessu ?
Er það bara ég eða er það ekki þannig að langflest tilvik sem greinst hafa í Evrópu eru í fólki sem er nýkomið frá New York ?
Má þá ekki ráða af þessu að allir í New York séu með þessa svínaflensu ?
Maður spyr sig.
Annað flensutilfelli greinist í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2009 | 13:09
Hvað um "Don't let me down" ?
Á leið til heljar um hraðbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2009 | 11:21
Stevie Riks
Jæja góðir lesendur.
Nú ætla ég að kynna ykkur fyrir grínista sem ég er búinn að vera að stúdera á YouTube upp á síðkastið. Ég rakst á hann fyrir einskæra tilviljun og er eiginlega ekki búinn að gera neitt annað í tölvunni síðustu daga en að skoða þau myndbönd sem hann hefur sett inn.
Stevie er eftirherma og hermir eftir tónlistarmönnum, breskum aðallega enda er hann breti sjálfur. Hann hefur sent inn á fimmta hundrað myndbönd og er óhætt að segja að þarna sé ótrúlegur talent á ferð. Hann er eftirherma af guðs náð en jafnframt fínn tónlistarmaður og hörku söngvari. Fyrst og fremst er hann þó húmoristi.
Ég hef ekki tölu á þeim tónlistarmönnum sem hann hefur hermt eftir en þeir eru orðnir andskoti margir. Sumum hermir hann eftir oftar heldur en öðrum og ber þá helst að nefna meðlimi Bítlanna, Freddie Mercury, Elvis Presley, David Bowie o.fl.
Ég ætla að láta fylgja með nokkur sýnishorn af verkum hans en hvet alla til að skoða síðuna hans á YouTube.
Hér hermir hann eftir Freddie Mercury
Hér hermir hann eftir Lennon og McCartney
Hér eftir Paul McCartney
John Lennon
Ringo
The Traveling Wilburys
Elvis Presley (það er krípí hvað hann nær Presley vel)
Bowie (nær honum fullkomlega)
Elton John
Mick Jagger
Cliff Richards
Elvis Costello
Art Garfunkel
Ofantalið er að sjálfsögðu aðeins brot af því sem Stevie Riks hefur afrekað.
Mæli enn og aftur með að þið skoðið síðuna hans á YouTube. Það er sannarlega hægt að gleyma sér þar.
Góðar stundir.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2009 | 11:20
Þetta hlýtur að vera Framsókn að kenna
Sjálfstæðiflokkurinn hlýtur að geta á einhvern hátt kennt Framsóknaflokknum um þetta "klúður" sitt.
Sanniði til.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2009 | 13:32
U2 og Bítlarnir
Ég heyrði fyrir stuttu í útvarpinu hinn yfirlýsingaglaða Ólaf Pál Gunnarsson lýsa því yfir að hljómsveitin U2 væri yfir það heila merkilegri hljómsveit en Bítlarnir sökum þess hvað þeir hafa afrekað á þeim tíma sem þeir hafa verið starfandi.
?
Hvern andskotann er hann að meina ?
Hljómsveitin U2 er búin að vera starfandi síðan 1976, eða í 33 ár. Á þessum 33 árum hafa þeir gefið út 11 breiðskífur sem flest allar eru mjög góðar. Það er ein plata á 3ja ára fresti. Taka verður þó með í dæmið að fyrsta platan, Boy, kom ekki út fyrr en 1980, þannig í raun eru þetta 11 plötur á 29 árum.
Bítlarnir voru starfandi á árunum 1960 - 1970 eða í 10 ár. Á þessum 10 árum gáfu þeir út 13 plötur sem að mínu mati eru allar miklu betri en plötur U2. Fyrsta plata Bítlanna, Please please me, kom þú ekki út fyrr en árið 1964 þannig í rauninni eru þetta 13 plötur á 6 árum, meira en tvær plötur á ári. Þess fyrir utan liggur eftir þá óteljandi magn af aukaefni sem næði til að fylla fleiri tugi platna.
Báðar eru þessar hljómsveitir frábærar og hafa gert / gerðu stórkostlega hluti á ferli sínum.
Mitt álit er þó það að ekki eigi að bera nokkra hljómsveit saman við Bítlana, ekki einu sinni Stones því það eru of ólíkar hljómsveitir.
En í guðanna bænum ekki reyna að halda fram að einhver hljómsveit hafi gert meira á sinni starfsævi en Bítlarnir náðu að afreka á þeirra.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.3.2009 | 23:27
Ædol og menntamálaráðherra
Það var nú gaman að sjá Hönnu Lísu, Djúpavogsbúa, komast áfram í Ædolinu í kvöld. Hins vegar var sárt að sjá Berglindi ekki komast áfram. En svona er nú lífið.
Nóg um það.
Það er ennþá sárara fyrir menn eins og mig, sem eiga það til að nördast við að spá í hljóði og öðru eins tengdu tónlist, að hlusta á þá hörmung sem átti sér stað í Ædolinu í kvöld. Það var engu líkara en að einum míkrófóni hafi verið stillt yfir hljómsveitinni og hann látinn nægja. "Sándið" í heild sinni, þ.e. samspil milli hljómsveitar og söngvara var reyndar nákvæmlega eins og við var að búast. Tæknimenn Stöðvar2 hafa aldrei kunnað og munu sennilega aldrei kunna að hljóðblanda. Þetta virtist vera bras allt kvöldið því sándið var aldrei eins í neinu laganna, og endalaust verið að hækka og lækka, ýmist í einhverjum í hljómsveitinni, eða bara söngvaranum sjálfum.
Við skulum vona, þó það sé nánast borin von, að menn læri nú af reynslunni og reyni að hafa hljóðið aðeins skárra næst en ekki þannig að hljóðið í söngnum sé þurrt og flatt og hljómsveitin sé eins og hún sé úti í næsta herbergi og langt í næsta hljóðnema.
Að öðru.
Það er nú ekki hægt að klára þessa bloggfærslu án þess að minnast á stórkostlegt, jafnvel stórbrotið útspil hæstvirst menntamálaráðherra til að bjarga okkur frá kreppunni.
Aukin útgjöld úr ríkiskassanum (af því að hún fann einhverja peninga ofan í skúffu sem samkvæmt öllu áttu ekki að vera til) til listamanna er sannarlega skotheld leið til að bjarga hag heimilanna í landinu.
Svo ég vitni nú orðrétt í frétt þessu tengdu:
[Katrín segir að...] staða flestra listamanna sé mjög erfið um þessar mundir enda fáir bakhjarlar lista með bolmagn til þess að styðja við bakið á þeim.
= Snilld.
Já, þeim er sannarlega vorkunn. Annað en hinum aumingjunum í landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2009 | 21:58
Hilmar Garðarsson
Vinur minn, Hilmar Garðarsson, Stöðfirðingur og sonur Garðars Harðarsonar blúskóngs Austurlands, hefur gefið frá sér nýtt lag.
Á því herrans 2004 ári gaf Hilmar út sína fyrstu plötu, Pleased to leave you, sem var alveg hreint frábær plata í alla staði og fékk mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma.
Aðdáendur Hilmars eru því búnir að bíða spenntir eftir nýju efni frá honum en ný plata er búin að vera í smíðum lengi. Nú á dögunum gaf Hilmar út nýtt lag, Aleinn á ný, sem er forsmekkur af nýju plötunni. Lagið hefur verið á topp 30 listanum á Rá2 í 3 vikur í röð og vakið verðskuldaða athygli.
Ég mæli með því fyrir alla unnendur góðrar tónlistar að kíkja á MySpace síðu Hilmars Garðarssonar, þar sem hægt er að hlusta á nýja lagið og þrjú lög af fyrstu plötu hans, þar á meðal hið frábæra lag Mr. Codein sem fékk langmesta hlustun á sínum tíma.
Smellið hér til að komast á MySpace síðu Hilmars og svo hér til að kjósa lagið hans á topp 30 lista Rásar2.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 13:17
Ólafur og febrúar
Febrúar hefur oft reynst mér erfiður. Að meiru heldur en minna leyti er hann mér samt ánægjulegur. Við Inga trúlofuðum okkur í febrúar og hún á jafnframt afmæli í þessum mánuði. Þá er einnig sett á mann pressa með Valentínusardegi (sem er eitthvað Amerískt drasl) og Konudeginum, sem ég reyni nú að muna eftir og standa mig.
Hins vegar gengur mér erfiðlega að muna þetta með fjölda daga í febrúar og hefur þetta alltaf verið svona.
Ég skilaði t.d. inn tímum fyrir 30. og 31. febrúar og fékk ekkert borgað fyrir þá daga.
Eins skrifaði ég heimanám fyrir öll börnin í 3. og 4. bekk fyrir 30. og 31. febrúar. Mér fannst það snjallt þá.
En það er það sennilega ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2009 | 21:57
Endurnýjun?
Hvaða endurnýjun felst í nýju ríkisstjórnarsamstarfi sem samanstendur af flokki sem er nýbúinn að gera upp á bak í nýfallinni ríkisstjórn annars vegar og flokki sem er troðfullur af eldgömlum kommúnistum hins vegar?
Mér brá satt að segja skelfilega í brún er giskað var á sætaskipan í nýrri ríkisstjórn, þar sem Kolbrún Halldórsdóttir var sögð líkleg sem næsti umhverfisráðherra og Steingrímur J. sem fjármálaráðherra. Þá á Ögmundur Jónasson að setjast í stól heilbrigðis- og félagsmálaráðherra og Lúðvík Bergvinsson í stól dóms- og kirkjumálaráðherra... Þvílíkur hópur! Ekki skánaði það þegar sagt var að Össur Skarphéðinsson tæki að sér einhver óteljandi ráðherrasæti.
En ef þetta er virkilega það sem þarf til að koma Seðlabankastjórninni frá, þá so be it.
Skásta fréttin í dag var sú að Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, gaf út hvalveiðikvóta til næstu fimm ára. Hann fær hrós fyrir það.
Falið að mynda stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2009 | 17:41
Munurinn á Stöð2 og RÚV...
... er alveg hreint rosalegur.
Í nótt, þegar allir á mínu heimili voru í fastasvefni, settist ég fyrir framan tölvuna og horfði á Fréttaannál Stöðvar 2. Hann er alltaf eins.
Fréttamenn koma fram í búningum, illa farðaðir og asnalegir og gera grín að öllu sem gerðist á árinu. Alveg sama hvort verið var að segja frá árangri íslenskra á ÓL eða fjöldamorðum í Afríku, allt var þetta sett fram á einhvern furðulegan grínmáta og viðeigandi lög úr tónlistarsögunni spiluð undir. Þar að auki gleymdi fréttastofa S2 alveg aragrúa af viðburðum í upptalningunni.
Því tók ég eftir þegar ég settist í dag niður og horfði á endursýningu af innlendum svipmyndum hjá RÚV. Bara fyrstu tíu mínúturnar voru fréttamenn RÚV búnir að rifja upp 4 eða 5 atriði sem Stöð2 gleymdi, t.a.m. máli Paul(s) Ramses(ar) (eins og þeir segja á RÚV). Þessi aðferð ríkismanna að skipta umfjölluninni í tvennt, þ.e. innlenda og erlenda og aukinheldur að fara yfir málin í tímaröð er svoleiðis margfalt þægilegra og skemmtilegra heldur en þessi tilviljanakennda frásagnaraðferð S2 manna. Auk þess bera Rúvarar sínar svipmyndir ekki fram í grín- og hæðnistón, heldur á ítarlegan og fróðlegan máta.
Óvenju margt gerðist á þessu ári og tókst RÚV að koma öll atburðum þess fyrir, í sínum svipmyndum, á mjög skipulagðan hátt.
Skaupið var fínt, ekki orð um það meir.
Að lokum þakka ég fyrir liðið ár sem var mér og minni fjölskyldu afskaplega ánægjulegt. Vona að það eigi við um fleiri.
Megi árið 2009 vera ykkur heillaríkt.
Góðar stundir.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)