17.4.2008 | 23:24
Það er allt til...
Þegar maður heldur að maður hafi séð það allt, þá sér maður eitthvað nýtt og eitthvað sem maður að hélt að væri bara til í ævintýramyndum. Maður getur nú fátt annað en vorkennt veslings manninum og vonað að þær aðgerðir sem nú þegar eru farnar að skila árangri, eigi eftir að gera honum kleyft að lifa eðlilegu lífi.
Svo er maður að kvarta ef maður finnur einhversstaðar til....
![]() |
Trjámaðurinn" á batavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2008 | 22:46
Meira nördatal - Góð ráð
Nú hef ég unnið við það í hjáverkum í 10 ár að berjast við vírusa. Á þessum 10 árum hef ég lært ýmislegt og fer yfirleitt leikandi létt með að ná vírusum og öðrum óværum úr tölvum. Ég hef reyndar ekki þurft að berjast við stóran vírus síðan Chernobyl, vinur minn (og Þrastar), var og hét. Hann grandaði bæði tölvunni hans og minni. Það er í eina skiptið sem ég hef þurft að játa mig sigraðan, enda mjög erfitt að ráða við eitthvað sem ber þetta nafn.
Nú þegar maður er orðinn svona "sjóaður" í vírusviðskiptum, þá er ég kominn með ákveðnar vinnureglur sem ég fer alltaf eftir þegar ég vírushreinsa tölvur. Ég geri alltaf sömu rútínuna og yfirleitt virkar hún, í c.a. 7 af hverjum 10 tilfellum. Ég ætla hins vegar ekki koma með góð ráð um hvernig eiga að vírushreinsa tölvur, heldur koma með góð ráð um hvernig eigi að sleppa við þá.
Ég nota þessar aðferðir á mína tölvu og ég hef ekki fengið vírus eða aðra óværu í hana í 5 ár. Það er þó ekki þar með sagt að allir sem nota þessar aðferðir sleppi við vírusa.
Fyrst vil ég tala um vírusvörnina sjálfa. Mér er reyndar meinilla við vírusvarnir, því flestar þeirra má líkja við vírus; þær hægja að mörgu leiti á tölvunni og eru yfirleitt til ama og leiðinda, sem dæmi má nefna minn helsta óvin sem er Symantec Norton Antivirus. Ekki nota hana.
Þó eru nokkrar sem eru mjög góðar s.s. NOD, AVG o.fl. og svo sú sem ég nota og set upp í allar tölvur sem ég kemst nálægt. Avast! heitir hún. Hún fæst frítt á netinu, það fer lítið fyrir henni, hún hleypir sáralitlu í gegnum sig (allar vírusvarnir hleypa einhverju) og ég hef enn ekki lent í neinu brasi með hana. Avast! vírusvörnina má nálgast á heimasíðu þess fína fyrirtækis. Beinn linkur á hana er hér. Notendur sem hala vörninni niður þurfa að skrá sig (það er gert á sömu síðu og linkurinn er á) og fá sendan lykil í tölvupósti sem síðar þarf að nota til að opna vírusvörnina eftir að hún hefur verið sett upp. Sáraeinfalt og svínvirkar.
Ég mæli með að tölvueigendur noti forrit eins og t.d. Lavasoft Ad-Aware til að skanna tölvuna fyrir minniháttar óværum (svokölluðum böggum) á c.a. 2 vikna fresti. Ad-aware fæst einnig frítt á heimasíðu þeirra hér.
Með þetta tvennt áttu að vera nokkuð örugg(ur). Þó vil ég í lokin bæta við einni snilld. Þessi snilld er í raun besta vírusvörnin á markaðnum. Þetta er pínulítil skrá sem heitir hosts og er vistuð í Windows möppunni. Þessi skrá er í öllum tölvum með Windows 2000, XP og Vista en það er í raun ætlast til að menn bæti í hana sjálfir sem getur reynst tölvuhræddum einstaklingum erfitt. Skráin virkar þannig að í hana eru settar slóðir á vefsíður sem taldar eru vafasamar, jafnvel taldar innhalda vírusa eða aðrar óværur. Það eru fjölmargir sem stunda það að setja inn í þessa skrá allar vafasamar vefsíður og hægt er að sækja uppfært eintak af þessari skrá á netinu.
Ég mæli með því að skráin sé sótt á þessa vefsíðu: http://www.mvps.org/winhelp2002/hosts.htm
Ofarlega á þessari síðu má sjá litla gula möppu þar sem við stendur Download: Hosts.zip
Þú downloadar einfaldlega þessari .zip skrá (hún er pínulítil og tekur sekúndu að downloadast), opnar hana og þú sérð að í henni eru nokkrar skrár. Ég mæli með að þú skiptir þér ekkert af hinum skránum, heldur dragir bara hosts skrána úr .zip skránni og yfir í möppu á slóðinni á C: drifinu, nánar tiltekið; c:\Windows\system32\drivers\etc. Þar fyrir er hosts skráin sem fylgdi stýrikerfinu og þegar þú ert spurð(ur) að því hvort þú viljir vista yfir hana (overwrite) þá segir þú já.
Síðast þegar ég athugaði þá innihélt þessi uppfærða hosts skrá fleiri þúsundir vefsíða sem þykja vafasamar. Hér má sjá listann yfir þær vefsíður sem eru í nýjustu skránni.
Semsagt.
Avast! Antivirus
Lavasoft Ad-Aware
Uppfæra hosts skrána
Þá ertu nokkuð safe.
![]() |
Yfir milljón tölvuóværur í umferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.4.2008 | 22:12
Nördatal
Það er nokkuð ljóst að Microsoft myndi tapa öllum mínum stuðningi ef þeir myndu ákveða að taka Windows XP af markaði. Windows Vista er eflaust að mörgu leiti jákvætt en það sem ég sé að því er að þú þarft mikið vinnsluminni og auk þess þarftu, sem vanur XP notandi, að læra að labba upp á nýtt.
Microsoft-menn hafa svosem alltaf verið þekktir fyrir þetta. XP er talandi dæmi um þeirra vinnubrögð. Loksins þegar XP er að verða mjög gott stýrikerfi (sem hefur tekið 7 ár að gera gott), þá koma þeir með eitthvað nýtt drasl sem eflaust verður gott eftir 7 ár. Annars verður spennandi að sjá nýja stýrikerfið sem þeir ætla að gefa út eftir 2 ár. Vill svo skemmtilega til að það heitir Windows 7. Kannski tilviljun eða þá bara að Microsoft menn eru að viðurkenna að það tekur 7 ár að þróa gott stýrikerfi... þ.e. 7 ár eftir að það hefur verið gefið út.
![]() |
Hvetja Microsoft til að taka Windows xp ekki af markaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2008 | 23:38
Breytingar á söngkeppni framhaldsskólanna
Mér finnst eins það þurfi að fara að taka aðeins til í söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin er orðin alltof stór fyrir eitt kvöld, styttar útgáfur af lögum gera keppnina of Júróvisjónlega og svo er stressið svo mikið að láta þetta ganga að keppnin verður hálf klúðursleg.
Þannig var það allavega í kvöld.
Þessi sem vann heillaði mig svosem ekkert sérstaklega. En hann var fínn. Annað sætið fannst mér skelfilegt en sá sem hafnaði í þriðja sæti fannst mér bera sérstaklega af. Mér hefur reyndar fundist eins og þeir sem hafa hafnað í 1. sætið síðustu ár hafi alls ekki verið bestir hverju sinni. Eins vissi ég strax og ég sá skipan dómnefndar að þessu fólki væri vart hægt að treysta til að velja rétt. Því miður.
Buffarar voru að venju fínir. Þó fannst mér eins og lögum væri mörgum hverjum viljandi hraðað örlítið og því var úrkoman á köflum nokkuð klúðursleg. Þá var hljóðið heim í stofu aldrei alveg nógu gott, yfirleitt of hátt í einhverju af hljóðfærunum.
Kynnirinn var líka fínn. Það er eitthvað við þennan dreng sem gerir það að verkum að þó hann sé hálf hallærislegur á stundum, þá finnst manni hann samt fyndinn. En sökum þess hve hraðar hendur þurfti að hafa til að láta allt ganga, þá saknaði ég þess að hann skyldi ekki kynna keppendur og lögin betur. Stundum sagði hann bara nafn skólans, stundum bara nafn keppanda og einstaka sinnum kom fram nafn lags. Hins vegar sagði hann aldrei frá upprunalegu heiti eða flytjanda hvers lags.
En með fullri virðingu fyrir Bjarti (held að hann heiti það) og kynnum síðustu ára, þá finnst mér að það ætti einfaldlega að fá Óla Palla bara til að kynna. Honum hefur alltaf tekist vel til þar sem hann hefur verið kynnir og hann kann þetta. Mér þykir of mikið gert úr því að kynnarnir séu fyndnir eða séu með eitthvað show. Yfirleitt verður útkoman drepleiðinlegir kynnar sem draga keppnina á langinn. Hins vegar tek ég fram að kynnir kvöldsins var hvorki leiðinlegur né langdreginn.
Mín skoðun er sú að kominn sé tími til að skipta keppninni í tvennt. 16 skólar keppa á tveimur kvöldum og 5-7 skólar úr hvorum hóp komast áfram í lokakvöld eða eitthvað þess háttar.
![]() |
Verslósigur í söngkeppni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.4.2008 | 18:09
Þetta er magnað
Ok... þetta er ekki svona hrekkjudæmi eða neitt því líkt. Ég er fyrir löngu orðinn leiður á öllum sjónhverfingamyndum enda búinn að rýna meira á svoleiðis heldur en góðu hófi gegnir.
Þetta er hins vegar magnað. Ég hef ekki séð sjónhverfingamynd þessari líkri. Ég var einfaldlega orðlaus þegar ég var búinn að horfa á hana og sjá hvað hún ruglar í hausnum á þér.
Svona er þetta:
1) Horfðu stíft á punktana fjóra sem eru á miðri myndinni í um hálfa mínútu. Teldu hægt upp að 30. Þú verður að stara án þess að líta af punktunum.
2) Horfðu nú á sléttan vegg og deplaðu augunum hratt.
Hvað sérðu?

Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.4.2008 | 12:17
Húsfyllir?
Var það ekki meira svona "herbergisfyllir"? Eftir því sem ég sá í fréttunum í gær þegar sýnt var frá fundinum var ekki betur að sjá en að fundurinn hafi farið fram inni í 30 fm herbergiskitru á Hótel KEA.
Nú hlýtur Andrés að segja eitthvað.
![]() |
Húsfyllir á fundi VG á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2008 | 17:20
Konur geta víst trommað!
Ég hef haldið því fram lengi, án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því, að ekki sé til nokkur kventrommari sem hægt er að setja á stall með þeim bestu af karlkyninu. Ég er enn þeirrar skoðunar. Og ef einhverjir halda öðru fram þá endilega komið með haldbæra sönnun á því. Ég hef hins vegar gengið svo langt að halda því fram að þá sé ekki til neinn framúrskarandi kventrommari. Það er sennilega rangt hjá mér.
Ég fór á JúTjúb. Þangað fer maður ef maður vill kanna eitthvað. Ég skrifaði einfaldlega "Female drummer" og fékk upp aragrúa af myndböndum. 95% af þeim kventrommurum sem ég skoðaði voru algjörlega vonlausar og lítið annað hægt en að hlæja að þeim en svo voru nokkrar sem voru bara nokkuð góðar. Tvær þeirra voru magnaðar. Önnur heitir Cindy Blackman. Ms. Blackman er þekktust fyrir trommuleik hjá Lenny Kravitz. Það sem heillaði mig mest var reyndar myndband af henni með hljómsveit sinni. Tjékk it át.
Ef myndbandið fyrir neðan virkar ekki þá smellið hér http://www.youtube.com/watch?v=R_21dIxpm6k
Hin heitir Hilary Jones. Á henni kann ég engin frekari deili. Ég fann myndband með henni frá Modern Drummer Festival árið 2000. Hún er mögnuð. Tjékk it át. Konur geta víst trommað!
Tónlist | Breytt 5.4.2008 kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2008 | 20:25
Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu
Svona yfir það heila... Hvort gera peningar meira af því að framkalla gleði eða sorg?
Svar óskast sent.
23.3.2008 | 02:12
Sinister Dane
Jæja... erum á Borgarfirði. Eins og svo oft þegar ég kem heim á Borgarfjörð þá á ég erfitt með að sofna. Hef mikið verið að spá hvað það geti verið sem veldur því. Ein skýringin held ég að geti verið gamall vani. Ekki sá vani að eiga erfitt með að sofna, heldur sá vani að þegar ég bjó hér vakti ég yfirleitt ansi lengi frameftir um helgar. Hver veit nema að það orsaki þessar andvökur þegar ég kem heim.
Þegar maður er andvaka er oft ansi gott að skreppa á netið og kíkja t.d. á JúTjúb. Nú áðan fann ég svolítið merkilegt. Þannig er að þegar ég var úti á Spáni '99 ákvað ég að prófa að kaupa nokkra geisladiska í búð nokkurri sem ég kom í nánast daglega. Diskarnir kostuðu að mig minnir 50 peseta hver og ákvað ég einn daginn að kippa 4 diskum með. Ekki datt mér í hug að þetta væru neitt merkilegir diskar en það kom á daginn að þeir voru allir þrælfínir. Diskarnir voru með hljómsveitum sem heita (eða hétu) Room14 sem er (var) bandarísk hljómsveit í þyngri kantinum og spilaði þetta fína rokk, bandarískri hljómsveit sem hét Lucy's fur coat sem var í svona Presidents of the United States of America stíl, þýskri hljómsveit sem hét Gum (reyndar slappasti diskurinn) og síðast en ekki síst bandarískri hljómsveit sem kallaði sig Sinister Dane. Þessi diskur heillaði mig gríðarlega við fyrstu hlustun og hefur fengið að snúast í spilaranum hjá mér með vissu millibili síðan.
Sinister Dane er hljómsveit sem líkja má helst við blöndu af Living Colour og Faith no more. Gríðarlega færir hljóðfæraleikarar og svartur söngvari sem er alveg svakalega góður. Fyrir einhverja rælni datt mér í hug að skrifa Sinister Dane í leit á JúTjúb og fékk þar upp þrjú myndbönd með þessari merku hljómsveit. Hins vegar fann ég afskaplega lítið um hljómsveitina þegar ég leitaði að henni á Google, sem segir manni kannski að þeir hafi ekki verið neitt sérstaklega stórt nafn á sínum tíma. Hins vegar var hljómsveitin lofuð í bak og fyrir í commentum við myndböndin á JúTjúb, svo einhverja aðdáendur hlýtur hún að hafa átt. Platan sem ég keypti með þeim, sem heitir eftir hljómsveitinni) er eina platan sem þeir gáfu út (árið 1995) og það verð ég að segja að hún er ein af þessum heilsteyptu plötum sem maður hlusta á aftur og aftur. Ég fann myndband við uppáhalds lagið mitt á plötunni, Where's my parade, og skelli ég því hér link á það og mæli með að allir unnendur góðrar tónlistar kíki á þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=BPQJQJjI7DM
Góðar stundir.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 18:39
Tómas Tómasson - Jón var kræfur karl og hraustur
Ég rakst fyrir tilviljun á þetta á JúTjúb. Tómas Magnús Tómasson, bassaleikari, að flytja Jón var kræfur karl og hraustur á afmælistónleikum Hins Íslenska Þursaflokks, sem fram fóru 23. febrúar síðastliðinn. Það var svosem kominn tími til að þetta yrði fest á filmu, enda Tómas búinn að syngja þetta lag með vissu millibili í 30 ár, fyrst með Þursaflokknum og svo með Stuðmönnum. Hápunktur þeirra balla sem ég hef farið á með Stuðmönnum er án undantekninga þegar Tómas flytur þetta lag með sinni hljómþýðu og angurværu rödd. Mynd- og hljóðgæði eru kannski ekki þau bestu enda myndbandið tekið upp af áhorfanda úr sal.
En nú er bara að hækka í botn og njóta.
Tónlist | Breytt 21.3.2008 kl. 03:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)