Karlgreyið

452002AUmræðan í samfélaginu er orðin svolítið mikið í þessa áttina; "Æ, karlgreyið..", í staðinn fyrir "Karlfíflið!"

Ég sé á myndinni hér til hliðar sorglegan gamlan karl sem hefur gert margsinnis upp á bak og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Veit ekki hvenær á að hætta. Situr einn við borð á fundi sem hann mætti alltof seint á, ver sínar gjörðir, segist hafa "axlað ábyrgð" og sé að velta fyrir sér hvort hann ætli að taka aftur við sem borgarstjóri. Hvað er í gangi? 

Er hægt að kenna ellikerlingu um? Eða er þetta bara siðleysi í Vilhjálmi? 

 


mbl.is Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld

Arsenal_engÞað væri nú ekki leiðinlegt að vera með 5 stiga forskot eftir leikinn annað kvöld. Man City gerðu sér lítið fyrir og unnu United á Old Trafford. Betra gæti það ekki verið.

Jú reyndar.. ef Liverpool myndu aulast til að vinna Chelsea þá væri þetta fullkomnað.

Áfram Arsenal! 


mbl.is Manchester City sigraði 2:1 á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Platini veit hvað hann syngur

p1_platini_0828Ekki nóg með að Michel Platini sé einn besti fótboltamaður sögunnar, heldur vill svo skemmtilega til að ég er yfirleitt sammála honum í öllu sem hann lætur frá sér.

Ekki veit ég á hvaða sýru þessir bjánar hjá ensku úrvalsdeildinni eru, en þessi "útflutningur", sem eingöngu er hugsaður út frá gróðasjónarmiði, segir nánast allt sem segja þarf um hvaða átt knattspyrnan er að taka. Peningar á peninga ofan. Það er spurning hversu lengi þarf að bíða þangað til að skemmtanagildið víkur endanlega fyrir peningalegu hliðinni.

Annars fannst mér lýsingin hjá Platini nokkuð góð;

„Áður en langt um líður verða engir enskir forsetar í ensku félögunum, þau eru ekki lengur með enska þjálfara, það verða engir enskir leikmenn, og svo endar þetta með því að liðin leika ekki lengur í Englandi. Þetta er brandari,"

 


mbl.is Platini: Þetta er brandari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við...

... er þetta frétt?
mbl.is Hló á skinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af salerninu...

... má finna á heimasíðu Borgarfjarðar eystri, nánar tiltekið hér.

Já, það getur orðið ansi hvasst heima á Borgarfirði. 


mbl.is Sumarbústaður tókst á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæruleysi

Það er nú svo einfalt að það á bara að leyfa þessum einstaklingum sem virða að vettugi lokanir að hafa sína hentisemi og fara yfir, en þá á þeirra eigin ábyrgð. Þeir geta dundað sér sjálfir við að moka sig upp úr sköflum, en ekki treysta á Björgunarsveitir og Vegagerðina að eyða fjármagni og tíma í "óþarfar" björgunaraðgerðir.

Og hana nú. 


mbl.is Ætla yfir þrátt fyrir lokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Tarantúlan reyndi að flýja"

451173AÍ frétt á mbl.is segir frá tarantúlunni sem lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á við húsleit í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sagt er tarantúlan hafi reynt að flýja úr búri sínu þar sem hún var "í haldi" hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.

Og þá spyr ég:

Hafa menn ekkert pælt í búrinu? Héldu þeir virkilega að tarantúlan myndi ekki reyna að flýja úr þessu einkennilega hannaða búri?

Er það nema von að maður spyrji?


mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjór er góður

450672AÉg er nú bara að drekka Faxe í dós.

Best að panta sér kippu af Vintage No. 1 - 154.740.- kr. fyrir kippu er reyndar svolítið mikið.

Eins gott að þetta sé góður bjór.


mbl.is Dýrasti bjór í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfilegt nafn

Puff-Daddy-Celebrity-Image-230748Það er ekki að furða að tónlistarmaðurinn Sean John hafi látið kalla sig Puff Daddy hingað til. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna hann tekur upp á því að nota sitt rétta nafn núna, því það er afskaplega kjánalegt svo ekki sé meira sagt. Sjon Djon.

Þetta svona svipað og Bobby Bobby (úr Friends ef einhverjar muna eftir því).


mbl.is Kallar sig loks réttu nafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Kári og fötin

sigurdur_kariÍ öllu þessu tali um Björn Inga og fatakaup hans finnst mér merkilegt að aldrei hafi komið fram í dagsljósið upprifjun á þætti Auðuns Blöndal, Tekinn, þar sem hann plataði Sigurð Kára, Sjálfstæðismann, við fatakaup þess síðarnefnda í verslun Sævars Karls. Hann var plataður þannig að afgreiðsludaman (sem var leikin) ætlaði að láta hann borga fyrir fötin á meðan Sigurður og Sævar voru fyrirfram búnir að semja um að fötin fengjust gefins. Þegar kom að því að borga fyrir fötin, upphæð sem nam að ég held tæpum 300.000 krónum þá var það aldrei inni í myndinni hjá Sigurði að borga, enda átti það ekki að geta gerst þar sem Sævar Karl ætlaði að gefa honum fötin. 

Er þetta ekki alveg sama aðferð og Björn Ingi og félagar eru gagnrýndir svo mikið fyrir, svo mikið að sumir tala um spillingu? Björn Ingi segir að fötin hafi verið keypt út á styrki. Eru það ekki bara eins styrkir og Sigurður Kári og Sævar Karl sömdu um? Mér er spurn.

Ég held að þessi fatakaup sem Björn Ingi stóð fyrir séu alveg jafn algeng í öðrum flokkum. Aðrir flokkar kjósa það einfaldlega að kannast ekki við það til að láta Björn Inga líta illa út.


mbl.is Átök framsóknarmanna í Reykjavík hafa jaðrað við mannvíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband