14.12.2007 | 08:52
Af íslenskri músík
Ég keypti mér Sprengjuhöllina um daginn. Snilldarplata.
Einhver gagnrýnandi sagði að platan væri Sumar á Sýrlandi sinnar kynslóðar. Ég er bara alls ekki frá því að það sé rétt hjá honum. Hún er náttúrulega langt frá því að vera jafngóð og Sumar á Sýrlandi, ennþá allavega. Sjáum til eftir 25 ár.
Það er allavega ljóst að það er gaman að ennþá skuli finnast íslensk bönd sem leggja upp úr hressleika, frumleika og almennum skemmtilegheitum. Sprengjuhöllin tekur sig passlega alvarlega, platan er ekki með þetta ofurpródúseraða Bylgjusánd sem einkennir allar íslenskar hljómsveitir sem syngja á íslensku og hún er ekki með þetta meiksánd (sánd til að heilla erlenda) sem allar hinar plöturnar hafa. Sprengjuhöllin hefur einfaldlega þetta skemmtilega séríslenska sánd sem heyrist sjaldnar og sjaldnar. Svo eru þeir hressir og leggja mikið uppúr textunum. Það er nú ekki hverjum degi sem íslenskar hljómsveitir gera það. Eins eru þetta hörkuhljóðfæraleikarar.
Þá er bara að kaupa sér Mugison næst. Ég er spenntur.
Menn geta samt gleymt því að ég sé að fara að kaupa Pál Óskar eða Guðrúnu og Friðrik Ómar.
![]() |
Fjórar gullplötur afhentar í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2007 | 08:57
Gamlir grjóthausar
Mikið er nú alltaf gaman af svona gömlum Bandaríkjamönnum með gamaldagshugsun. Hvítt og ekkert annað, ekki svart, ekki gult, ekki samkynhneigt. Bara hvítt.
Ætli það væri eitthvað varið í þennan heim ef allir væru hvítir? Og allir eins. Varla.
![]() |
Nóbelsverðlaunahafi með svört gen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 08:41
Sunnanátt
Er ekki komið nóg af þessum helvítis sunnanáttum?
Þegar það er kominn desember þá á að vera hvínandi norðanátt og snjókoma eða frost og stilla.
Og hana nú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 14:24
Heimasíða Umferðarstofu
Ég fór í sakleysi mínu inn á heimasíðu Umferðarstofu til athuga hvaða sekt biði ökumanns sem æki á 180 km hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta var niðurstaðan:
Þín bíður ákæra & dómur
Það er ekkert annað. Ég staldraði við fyrsta orðið; "Þín". Meina þeir þá að mín bíði ákæra og dómur fyrir að hafa grennslast fyrir um þetta? Hvað veit maður? Væri nú ekki gáfulegra að orða þetta svona:
Ökumanns bíður ákæra & dómur. ?
Eftir að hafa áttað mig á að kannski var ekki vera að beina þessu til mín beint fór ég að skoða meira. Ef þú keyrir á 140 þar sem hámarkshraði er 90 færðu 90.000 sekt. Ef þú keyrir á 141 færðu 130.000 króna sekt. Það er dýr 1 km/klst.
![]() |
Yfir 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.12.2007 | 08:39
Á tali
Það eru kannski gömul sannindi og ný, en hafiði tekið eftir því að þegar maður hringir í vitlaust númer þá er aldrei á tali?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2007 | 16:45
Fleirtala
Þetta er nú ekki flókið
Kaffi = Köff
Epli = Öpl
Nammi = Nömm
Snakk = Snökk
Drasl = Drösl
Blak = Blök
o.s.frv.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 09:37
England út
Eini leikmaður enska landsliðsins sem ég finn til með er Peter Crouch.
Allir aðrir eru bara yfirborgaðir fitukeppir sem geta ekki neitt. Svo er betra að vera með markvörð í markinu í stað þess að leyfa boltastráknum að spreyta sig á úrslitastundu.
Svo kemur rokkstjarnan hlaupandi inná til að bjarga málunum. Hann gerði reyndar heiðarlega tilraun til þess en alltaf var jafn fyndið að sjá Beckham stilla sér upp fyrir myndavélarnar áður en hann tók aukaspyrnur eða horn. Sama þó að hann væri að flýta sér eins og hann gæti að taka horn þá tók hann alltaf 2ja sekúndna pósu fyrir myndavélarnar með þessari fyrirsætustellingu.
En Peter Crouch. Þó hann sé leikmaður Liverpool þá er ekki annað hægt en að hrífast af honum. Hann er ekki áferðarfallegur, hann hefur ekki flair (eins og Bretarnir segja), hann er ekki tignarlegur í hreyfingum og þá síður myndarlegur. En hann hefur hjarta. Og löngun til að gera vel. Það er annað en hinir keppirnir í enska landsliðinu.
Hvar voru svo öll þessi hrúga af enskum leikmönnum sem sir Alex er alltaf að gorta sig af? Ég gat ekki betur séð en að enginn úr ManU væri inná. Ekki voru þeir sjáanlegir, nema þá sláninn og keppurinn á bekknum. Ekki gat McClaren haft vit á því að velja eina skemmtilega enska leikmanninn, Theo Walcott, til að klára þetta fyrir Englendinga.
Ef einhver átti það skilið að England kæmist áfram þá var það Peter Crouch. Og Þröstur frændi minn.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2007 | 11:57
Takmörkun erlendra leikmanna í enska boltanum
Alex Ferguson hefur hátt um að hann vilji takmarka fjölda erlendra leikmanna í enska boltanum og beinir þeim orðum fast í átt til annarra liða í toppbaráttunni, Arsenal, Liverpool og Chelsea. Hreykir hann sig af því að vera sá eini í toppbáráttunni sem byggir lið sitt upp á enskum leikmönnum. Hann talar reyndar lítið um það hversu mikið hann þurfti að borga fyrir þessa nýju ensku leikmenn sína (Ferdinand, Rooney, Hargreaves, Carrick og hvað þeir heita nú allir, allavega kostuðu þeir morðfjár).
Mér finnst nær að takmarka þær upphæðir sem má borga fyrir hvern leikmann og setja í leiðinni launaþak. Þá er ég hræddur um að hann stæði illa miðað hvað hann hefur spreðað síðustu ár.
Það virðist nú bara vera þannig að ef þú vilt kaupa enskan leikmann í liðið þitt þá þarftu að borga fáránlega upphæð og er það að ég held aðalástæða þess að t.a.m. Arsene Wenger er með svona fáa enska leikmenn í sínum hópi, enda honum illa við að borga háar upphæðir fyrir leikmenn. Hann þurfti a.m.k. að borga fáránlega upphæð til þess að fá 17 ára englending til liðs við sig (Theo Walcott).
Ég held að takmörkun á erlendum leikmönnum gæti að mörgu leiti verið af hinu góða, hins vegar er óraunhæft að setja þessa reglu á fyrr en eftir tíu ár því lið hafa fjárfest í ungum erlendum leikmönnum fram í tímann og því verður ekki breytt einn tveir og þrír.
Hins vegar er hægt að setja þak á upphæðir fyrir leikmenn og laun á mun skemmri tíma.
7.11.2007 | 09:18
Magnús Einarsson - pt. II
Eftir nokkrar ábendingar og jafnvel skammir vegna ummæla minna um Magnús Einarsson, útvarpsmann, (auk þess sem hann hefur kannski skammast sjálfur hér á síðunni, nema einhver sé að fíflast í mér) hef ég tekið þá ákvörðun að biðjast afsökunar á óþörfum, niðrandi og óviðeigandi ummælum mínum í hans garð.
Það er reyndar svolítið mikil kaldhæðni að ég sé að kenna krökkum í grunnskóla að meiðandi ummæli á heimasíðum í garð einstaklinga séu einelti. En það er nú bara svoleiðis. Þetta er einelti. Og það sem ég hef skrifað hér á síðu minni um Magnús Einarsson er ekkert annað en einelti. Maður á nú að vera orðinn þroskaðri en það að sitja fyrir framan tölvuna sína og ausa fjúkyrðum yfir mann sem maður þekkir ekki neitt.
Hins vegar tek ég það fram að þegar ég hef skrifað um Magnús Einarsson, þá hef ég skrifað um útvarpsmanninn Magnús, ekki persónuna. Er þar mikill munur á en þó ekkert sem hægt er að réttlæta.
Hins vegar skulum við hafa það á hreinu að þó að ég sé að biðjast afsökunar á ummælum mínum, þýðir það ekki að mér finnist hann betri útvarpsmaður fyrir vikið. Ég hef nú aðeins hlustað á hann síðustu daga og hann hefur ekkert skánað, jafnvel bara versnað. En ég segi nú við sjálfan mig að hann sé þó skömminni skárri en Ívar Guðmundsson á Bylgjunni og af tvennu illu hlusti ég frekar á Magnús.
Reyndar hef ég greinilega ekki áttað mig á því að ég vinn ekki lengur í beitningarskúr, heldur skrifstofu og get þess vegna hlustað á þá útvarpsstöð sem ég kýs í gegnum netið.
En þá hef ég líka ekkert til þess að mæðast yfir.
-----
Niðrandi ummæli mín um Magnús má nálgast hér:
http://olafurbj.blog.is/blog/olafurbj/entry/250661/
Og í kommentun í þessari færslu:
http://olafurbj.blog.is/blog/olafurbj/entry/344913/#comments
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.10.2007 | 16:54
Rigning
Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hversu mikið getur rignt á þessu skeri.
Skrifstofan mín á hreppnum míglekur, eða annar glugginn réttara sagt. Tékkaði á ástandi gluggans þegar ég mætti í morgun og það var fínt. Klukkutíma síðar var það líka fínt, bara smá leki. Klukkutíma eftir það mætti Sveinn Kristján Ingimarsson til mín og var eitthvað að blaðra þegar allt í einu heyrist í honum... "neinei!...". Og þá tókum við eftir því.
Þá hafði ekki lekið heldur fossað inn um gluggann án þess að ég hefði tekið eftir. Kominn var stór pollur á gólfið. Fyrir neðan gluggann er tölva, fjöltengi, fullt af köplum, switch og þess konar drasl. Það slapp nú blessunarlega allt nema switchinn en hann hefur ekki slegið feilpúst þrátt fyrir baðið.
Nú er það orðið mitt aðalstarf að vinda úr viskastykkjunum sem ég kom fyrir í glugganum.
Sérdeilis ekki slæmt starf það.
Dægurmál | Breytt 7.11.2007 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)