24.10.2007 | 21:09
Kynjahlutfall
Nú ætla ég að tala hreint út.
Kynjahlutfall er af hinu góða. Konur eru alveg jafn hæfar og karlar í flest störf. Karlar eru alveg jafn hæfir og konur í flest störf. En eitt er alveg á hreinu.
Það er merkilegt heimspeki að nauðsynlegt sé að konur séu a.m.k. 50% af starfsfólki í fyrirtækjum, stjórnunarstöðum, stjórnum o.s.frv., hvort sem þær eru hæfar til þess eður ei.
Ef þú ert með 20 konur og 20 karla að berjast um 20 stöður, þá velur þú ekki 10 karla og 10 konur til að allir séu ánægðir. Þú velur einfaldlega þá 20 hæfustu í stöðuna, hvort sem það eru allt karlar, allt konur, jafnt hlutfall eða ekki jafnt hlutfall. Svo einfalt er það.
Og hana nú!
Dægurmál | Breytt 7.11.2007 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 21:50
Blogg?
Hér á blog.is er talað um blogg í karlkyni. Ég komst að þessu þegar ég fékk þessi skilaboð:
"Engir bloggar eru til fyrir þennan notanda."
Hér er bloggur
um blogg
frá bloggi
til bloggs
Hér er bloggurinn
um blogginn
frá blogginum
til bloggsins
Ég beygi þetta semsagt eins og flokkur.
Hélt að það væri nú yfirleitt talað um blogg í hvorugkyni...
Hér er blogg
um blogg
frá bloggi
til bloggs
Hér er bloggið
um bloggið
frá blogginu
til bloggsins
Er ég eitthvað skrýtinn?
p.s. ef maður setur villupúkann á þessa færslu þá þekkir púkinn ekki orðið bloggur... merkilegt?
Bloggar | Breytt 7.11.2007 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.10.2007 | 01:04
Sviðamessa
Nú styttist óðum í hina árlegu Sviðamessu, sem haldin er á Hótel Framtíð. Annað árið í röð ætlar Tónleikafélag Djúpavogs að vera með tónlistarsýningu að áti loknu en í fyrra tók Tónleikafélagið fyrir árin 1970-1985 í íslenskri tónlist. Það heppnaðist mjög vel.
Í ár er þemað erlend músík frá 1965 - 1975. Allt frá Bítlunum til Bowie. Lagavalið er mjög fjölbreytt og að okkur finnst mjög fínt. Af lögum má nefna Lady Madonna (The Beatles), She's not there (Zombies), Heart of Gold (Neil Young), Time (Pink Floyd), Summer in the city (Lovin' spoonful), White room (Cream) og m.fl. Alls verður prógrammið rúmlega 20 lög.
Æfingar eru á fullu og mikil stemmning komin í mannskapinn.
Þetta verður snilld, látið sjá ykkur.
Bloggar | Breytt 7.11.2007 kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2007 | 08:41
Radiohead í bissness

Þó mér persónulega finnist hljómsveitin Radiohead vera að fjarlægjast mér í tónlistarsköpun þá mega þeir eiga það að þeir færast alltaf nær og nær nútímanum (eða framtíðinni kannski) í að nýta sér nýjustu tækni.
Nýjasta dæmið um það er nýjasta platan þeirra.
Nú þegar umtal um að allir séu að stela öllu á netinu og ekki sé hægt að gefa út hljómplötu án þess að henni sé lekið inn á netið þá taka Radiohead menn upp á einhverju snjöllu. Mjög snjöllu. Nú getur semsagt hver sem er náð í plötuna á netið og hann ræður hvað hann borgar fyrir hana.
Nú hugsa eflaust einhverjir hvað mennirnir séu að pæla en þetta er án efa snjallasta vopn í baráttunni við stuld á netinu sem fyrirfinnst. Þú semsagt ræður hvort þú borgar 1 krónu eða 10.000 krónur fyrir plötuna og mátt svo hala henni niður í tölvuna og brenna á disk eða setja í Æpod apparatið.
Ég trúi ekki öðru en að flestallir sem þekkja til Radiohead nýti sér þetta tækifæri og eignist plötuna (löglega). Radiohead getur ekki annað en grætt á þessu. Það verða að sjálfsögðu alltaf einhverjir sem borga bara 1 krónu hlægjandi en megnið hlýtur að borga nokkur hundruð krónur eða um 1000 kallinn fyrir. Þar með losna Radiohead menn við allt umstang við að framleiða plötuna og hugsið ykkur bara sparnaðinn á því (engin hulstur og ekkert vesen)
Hef reyndar heyrt að síðar meir komi platan út í einhverri viðhafnarútgáfu hvort sem það er satt eður ei.
Nú er bara spurning hvort aðrar hljómsveitir fari nú ekki að fordæmi Radiohead og nýti sér tæknina til góðs. Ég er þó alls ekki að tala með því að hætta eigi allri framleiðslu á tónlist á geisladiskaformi, síður en svo. Það er bara aragrúi af hljómsveitum sem vælir allan liðlangan daginn yfir því að tónlist hennar sé stolið í ómældu magni á netinu. Radioheadleiðin er málið fyrir þessar hljómsveitir.
Svo eru aðrar hljómsveitir sem vita að raunveruleikinn er sá að sala á tónlist hefur aukist gríðarlega síðustu ár og því ekki hægt að kenna internetinu um að plötur seljist ekki. Mín persónulega skoðun er sú að þvert á móti sé "ólöglegt niðurhal" eins og það er kallað til þess að auka sölu á tónlist. Kannski ekki hér á Íslandi (enda tónlist og margmiðlunarefni almennt fáránlega dýrt) en í flestum öðrum löndum. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að bera saman verð á nýrri tónlist, DVD, tölvuleikjum og forritum á Íslandsmarkaði og á mörkuðum annarsstaðar. Munurinn er svo fáránlegur að allur samanburður er vonlaus. Við getum þakkað glæpafyrirtækinu SMÁís fyrir það.
Tónlist | Breytt 7.11.2007 kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2007 | 08:42
Veiðimenn
Veiðimenn eru sérstakur þjóðflokkur. Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af veiðimönnum að segja veiðisögur, en það er sjálfsagt engu öðru en áhugaleysi um að kenna. Ég þekki marga sem eru veiðimenn og kann mætavel við marga þeirra þegar þeir eru ekki veiðimenn. En þegar veiðimannahamnum er skellt á þá fæ ég viðbjóð.
Ástæða þess að ég er að tala um þennan þjóðflokk er sú að í morgunútvarpi Rásar2 er svokallað veiðihorn, þar sem þáttastjórnendurnir, Gestur Einar og Hrafnhildur, hringja í laxveiðimanninn Gunnar Bender og spyrja tíðinda úr laxveiðiám landsins. Mér finnst reyndar svo komið núna að ég kveiki ekki á útvarpinu öðruvísi en að Gunnar Bender sé á línunni. En hann Gunnar er með þetta allt á hreinu. Hann veit nákvæmlega hvað búið er draga marga laxa, bleikjur og silunga (eða hvað þetta heitir nú allt saman) í öllum laxveiðiám á landinu á þeirri mínútu sem talað er við hann. Einnig veit hann stærðina á öllum tittum sem hafa verið dregnir á land og einnig á hvað þeir voru veiddir. Aukinheldur kann hann nöfnin á öllum veiðimönnunum sem veiddu hvern og einn auk þess sem hann er með það á hreinu hvernig veðrið var í hvert skipti.
Hvern skollann varðar mig um það hvort Finnur Brjánsson hafi veitt 11 punda lax á flugu suður í Eldvötnum, laugardaginn 13. okt. sl. í fínu veðri en smá sudda? Það eru eflaust einhverjir sem bíða spenntir eftir að Gunnar komi á línuna en er nú ekki nóg komið þegar hringt er í hann dag eftir dag og oft tvisvar á dag?
Það merkilega við þetta er samt það að Gunnar virðist aldrei vera að veiða sjálfur. Hann er bara að fylgjast með öðrum. Merkilegt áhugamál.
Dægurmál | Breytt 7.11.2007 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2007 | 22:37
Myndavélarsvipur
Ég er alltaf að rekast á fólk á netsíðum sem er með sérstakan svona myndavélarsvip. Lendi kannski inn á einhver albúm hjá fólki sem finnst fátt skemmtilegra en að taka myndir af sér með öðrum og er þá alltaf með sama svipinn. Þið hljótið að hafa tekið eftir þessu.
Mér finnst þetta pínulítið hallærislegt, ég verð að viðurkenna það. Það eru kannski 100 myndir inni á sömu síðunni og alltaf sami uppsetti myndavélarsvipurinn. Vinsælast, sérstaklega hjá stelpum, er að setja svona einhverskonar stút á munninn. Það á víst að vera rosalega flott. Gamla góða brosið er að víkja undan þessum stút. Hinn aðilinn á myndinni (sem fólk tekur mynd af sér með) er alltaf með einhvern kjánalegan svip eða bros en aðilinn sem tekur myndina er alltaf með stút. Lætur þann sem tekur myndina líta mjög vel út.
Svo finnst mér ég sjá oftar og oftar heilu myndaseríurnar inni á heimasíðum þar sem fólk er bara eitt með myndavélina að taka myndir af sjálfu sér. Venjulegast eru myndirnar bara teknar inni í herbergjum og fólk tekur tugi mynda af sjálfu sér með allskonar flotta svipi og setur svo á netið. Er það nú ekki svoldið kjánalegt? Jafnvel svoldið einmanalegt.
Svona er þetta nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2007 | 20:51
Sýndarvinir
Hvað í fjandanum gengur mönnum til með öllu þessu Mæspeis og Nettlogg fári? Þetta virðist engan endi ætla að taka og menn eyða mörgum klukkustundum á dag í að sinni sínu heimasvæði á þessum satans svæðum. Það skal þó viðurkennast að þegar þetta MySpace var komið vel á veg hér á landi þá að sjálfsögðu skráði ég mig í þetta og taldi þetta stórsniðuga hugmynd til þess að halda sambandi við vini sem maður hafði ekki hitt í langan tíma og eins bara daglega vini mína. En sú snilld var nú fljót að breytast í rugl.
Þetta var voðalega gaman fyrst, alltaf einhver að biðja mann um að vera vinur manns og maður leitaði sveittur að einhverjum sem maður þekkti einhverntíma til að biðja þá að gerast Mæspeis vinur manns. Þegar fólk sem ég hafði aldrei heyrt um eða allavega ekki talað við, en þó vitað af, var farið að beiðast eftir vinskap þá fannst mér nóg komið og þá held ég að ég hafi verið búinn að sinna mínu mæspeis svæði í rúman mánuð. Síðan þá hef ég ekki snert þetta. En ég er alltaf að sjá í póstinum hjá mér ótrúlegast fólk að biðja mig um að "adda" sér sem vinum mínum (maður fær sko sent ímeil á netfangið sitt ef einhver leitar til manns).
Nei, takk. Svona sýndarveruleikadrasl sem virðist heilla alltof marga (heillaði mig reyndar en þó bara í mjög stuttan tíma) er að hertaka þessa jörð. Sýndarvinir... er það ekki svoldið kjánalegt? Að eiga agalega góða vini sem maður hefur kannski aldrei hitt eða yrt á?
Það getur verið að ég sé bara svo leiðinlegur að ég kunni ekki á svona netvinasístem. Eða að ég eigi ekki nógu marga vini til að þetta sé eitthvað sport. Ég var kominn í 84 vini þegar ég hætti að sinna þessu en það eru margir sem eiga 3-400 vini. Þeir heppnir. Hljóta líka að vera rosalega skemmtilegir af því að þeir eiga svo marga svona góða vini.
Svo virðist Nettlogg vera nýjasta æðið. Virkar alveg eins og Mæsepeis en er bara flóknara og óaðgengilegra. Vona að það heilli einhverja.
Bæ.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 19:40
Grill
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 09:30
Verslunarmannahelgarblogg
Verslunarmannahelgin var fín. Ég var ekki að rolast einn í bænum.
Ætlunin var alltaf að fara í Ásbyrgi. Slæm veðurspá gerði það að verkum að það varð ekkert úr því þó við hefðum eiginlega alltaf verið á leiðinni þangað. Fórum þess í stað á Borgarfjörð og það var alveg hreint afbragð.
Skelltum okkur á hagyrðingamót þar sem Gísli Einars fór á kostum ástamt 6 hagyrðingum. Eflaust er þetta með bestu skemmtunum sem maður sækir. Eina sem ég get sett út á er að þær vilja verða aðeins of langar. Ég bara get ekki hlegið meira þegar ég er búinn að hlæja stanslaust í 3 tíma. 2 tímar væri fín lengd. En það var vel mætt, kjaftfullt hús og rífandi stemmning.
Laugardagurinn var athyglisverður. Veðrið var fínt framan af, fórum og fylgdumst með misjafnlega velásigkomnum og misjafnlega timbruðum einstaklingum spila fótbolta á Henson mótinu. Það var fínt og veðrið eins og best verður á kosið til fótboltaiðkunar. Um kvöldið var haldin grillveisla í garðinum í Heiðmörk. Það hafði nú spáð rigningu svo við ákváðum að henda upp tveimur partítjöldum. Þegar seinna tjaldið var að verða komið upp þá var veðrið orðið frekar athyglisvert. Það þýddi nú ekkert að pæla í því. Það var allt notað til að fest tjöldin betur niður og þó að Katrín (fellibylurinn) hefði heimsótt okkur þá hefðu tjöldin staðið það af sér. Þegar tjöldin voru klár þá var Badda Helga komið fyrir í þeim. Hann átti nefnilega að skemmta. Sem hann og gerði. Í 20 metrum og rigningu stóð Baddi sína vakt og spilaði eins og hann fengi borgað fyrir það (sem hann fékk ábyggilega ekki). Doddi og Bjössi Skúla sáu um að grilla og fólk hrúgaðist bara inn í bílskúrinn til að éta, þó sumir hafi tekið á honum stóra sínum og étið úti í partítjaldinu. En þegar leið á kvöldið er óhætt að segja að stóra óveðrið hafi komið. Það var slagviðri og ekki hundi út sigandi.
Sunnudagur til sælu. Afslöppun og leti. Man barasta ekkert hvað ég gerði á sunnudeginum. Hann hlýtur að hafa verið fínn.
Á mánudeginum var sú ákvörðun tekin að bruna upp í Atlavík en þangað höfðu Ásbyrgisfararnir flestir flúið. Við hentum upp tjaldi í Atlavík og um kvöldið grilluðum við (Guðjón, Bella og Heiða) og drukkum bjór. Það var afskaplega fínt. Ég er alls ekki mikill tjaldmaður. Ég skal alveg viðurkenna það. Það sleppur þó að sofa í tjaldi þegar maður er með góða dýýýýýnu og þegar það er ekki rigning. Ég hafði góða dýnu og það var ekki rigning en ég var samt ekki hrifinn. Hitinn hefur sennilega farið niður fyrir frostmark og ég var hræddur um á tímabili að við bókstaflega frysum í hel. Sennilega hafa það verið óþarfa áhyggjur því við frusum ekki í hel. Það varð ekki einu sinni neinum meint af vistinni. Ekki einu sinni 8 mánaða gömlum syni mínum. En það var samt kalt.
Þriðjudagurinn heilsaði okkur með sól og 20 stiga hita. Eftir það sem maður gerir yfirleitt í svona fjölskylduútilegu (sitja í sólinni, spila badminton og þetta drasl) var öllu pakkað saman og ákveðið að kíkja upp á Kárahnjúka. Lónið er að verða helvíti glæsilegt, sennilega það eina merkilega þarna, fyrir utan stíflurnar því ekki er náttúrufegurð fyrir að fara þarna í þessu óræktardrullusvaðsþurrkuntu svæði. Menn ættu að væla aðeins meira yfir því að það sé verið að sökkva þessu drasli.
Helgin var semsagt mjög fín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.8.2007 | 19:27
Sýnarbjánarnir
Ég ætlaði að vera löngu búinn að hvetja alla til að sýna samstöðu og kaupa ekki áskrift af enska boltanum á Sýn. Þetta svívirðilega verð er fyrir neðan allar hellur og forsvarsmenn Sýnar gera sig hvað eftir annað að fíflum með einhverjum fráleitum útskýringum á þessu verði. Reyndar eru þeir nú svo sniðugir á Stöð2 að þeir hafa aldrei tekið viðtal við forsvarmenn Sýnar nema að fá þá eina í settið, þannig að það sé enginn sem geti svarað þeim. Þá geta þeir svarað fyrir sig í rólegheitum án þess nokkur fái að koma með rök á móti.
Hins vegar braut Kastljósið þetta aðeins upp í fyrradag og fékk þá einn frá Sýn og svo áhugmann um enska boltann sem auk þess er hagfræðingur. Hann tók sig til og jarðaði Sýnarmanninn, enda þurfti kannski ekki mikið til, en Sýnarmaðurinn bullaði og þvaðraði um hluti sem áttu sé enga stoð í raunveruleikanum. Bar fyrir sig að Sýn væri nú líka að sýna frá ensku fyrstu deildinni en var samstundis jarðaður með þeim rökum frá hagfræðingnum að Enski boltinn (Skjárinn) hafi nú líka verið að sýna frá Ítalska boltanum í fyrra en hefðu samt náð að halda verði í lágmarki.
Þess má til gamans geta að Sýn borgaði jafn mikið fyrir réttinn af enska boltanum og Danir, Norðmenn og Svíar til samans. Einhvern veginn verða þeir að koma réttu megin við núllið og þá er náttúrulega borðleggjandi að hækka áskriftina upp úr öllu valdi.
Ég nú skulum við sameinast um að kaupa ekki áskrift, rifja frekar upp gamla tíma og safnast saman á börum og hótelum og horfa þannig á leikina. Þá fer þessi okurstöð vonandi á hausinn og við fá enska boltann aftur á sanngjörnu verði.
Rassgat.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)