24.9.2007 | 22:37
Myndavélarsvipur
Ég er alltaf að rekast á fólk á netsíðum sem er með sérstakan svona myndavélarsvip. Lendi kannski inn á einhver albúm hjá fólki sem finnst fátt skemmtilegra en að taka myndir af sér með öðrum og er þá alltaf með sama svipinn. Þið hljótið að hafa tekið eftir þessu.
Mér finnst þetta pínulítið hallærislegt, ég verð að viðurkenna það. Það eru kannski 100 myndir inni á sömu síðunni og alltaf sami uppsetti myndavélarsvipurinn. Vinsælast, sérstaklega hjá stelpum, er að setja svona einhverskonar stút á munninn. Það á víst að vera rosalega flott. Gamla góða brosið er að víkja undan þessum stút. Hinn aðilinn á myndinni (sem fólk tekur mynd af sér með) er alltaf með einhvern kjánalegan svip eða bros en aðilinn sem tekur myndina er alltaf með stút. Lætur þann sem tekur myndina líta mjög vel út.
Svo finnst mér ég sjá oftar og oftar heilu myndaseríurnar inni á heimasíðum þar sem fólk er bara eitt með myndavélina að taka myndir af sjálfu sér. Venjulegast eru myndirnar bara teknar inni í herbergjum og fólk tekur tugi mynda af sjálfu sér með allskonar flotta svipi og setur svo á netið. Er það nú ekki svoldið kjánalegt? Jafnvel svoldið einmanalegt.
Svona er þetta nú.
Athugasemdir
er ég í alvörunni orðinn síðasti bærinn í dalnum eða........eru allir hættir að kika hingað inn...eða er ég bara sú eina sem nenni að kommenta hihiihihihihihi.
veit samt eki....ég er alltaf eins og fífl á myndum.......er það eikkað betra??????? hihihi
Heiða skvísí (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:53
Nei ég hef fyrir því öruggar heimildir að Inga kíkir hér inn nánast daglega, þar sem hún notar tölvuna mína daglega og þetta er upphafssíðan á netinu hjá mér. Þá eruð þið allavega tvær.
Ólafur Björnsson, 25.9.2007 kl. 17:16
Jamm kem hingað inn á hverjum degi en verð nú samt að játa að ég tékka ekki alltaf á því hvort þú sért búinn að blogga eitthvað :/ En það kemur fyrir. En ég er nú alveg sammála síðusta blogginu þínu, þetta er nú meiri áráttan hjá þessu fólki. En hefur þú skoðað myndina sem þú ert með ????? hehe
Inga (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:14
ég kíki við á hverjum degi!
Kveðja frá Nesk, Harpa Rún
Harpa Rún (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:13
Ok ég er með smá stút á munninum en það er sennilega af því að ég hef verið að hugsa þegar þessi mynd var tekin.
Ólafur Björnsson, 27.9.2007 kl. 11:20
Ég kíki líka alltaf reglulega. En Óli þú ert nú líka með myndavéla svip ég á nokkrar myndir af þér með hann.............
Jakó (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:17
Sælir Frændi
Ég verð að bæta úr þessu næst þegar ég kem austur og taka nokkrar myndir af þér með og án myndavélasvips.
Kv Baddi frændi
Baddi (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.