23.4.2008 | 08:58
Meistaraheppni
Til þess að ná einhverjum árangri þarf meistaraheppni. Svo einfalt er það.
Liverpool fékk sinn skerf af henni gegn Arsenal og Chelsea fékk meira en nóg af heppninni gegn Liverpool í gær. Chelsea eru reyndar meistarar í meistaraheppni. Það jaðrar oft við viðbjóð.
Þá er bara að sjá hvort Liverpool fær að smakka eitthvað á henni í næstu viku.
Annars voru þetta hálfkjánalegar tilfinningar sem börðust í mér í gær þegar ég sá sjálfsmarkið. Auðvitað fannst mér á einhverjum tímapunkti þetta ógeðslega gott á Liverpool, en fljótlega fór ég að vorkenna þeim, því Chelsea hafa fengið það mikinn skerf af ógeðslegri heppni og viðbjóðslegum 1-0 (aðallega 0-1 samt) sigrum síðustu árin að þetta er nú ekki til að bæta það.
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Chelsea hefur jú lent í svipaðri aðstöðu þegar þeir töpuðu Wigan leiknum niður í jafntefli í uppbótartíma, og misstu þar með liklega af titlinum til minna manna.
Þannig að Liverpool ar ekki eina liðið sem hefur lent í þessu.
En haldið endilega afram að gráta..its like music to my ears.
Raggi (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:10
Þú mátt alls ekki halda að ég sé Liverpoolmaður...
Ólafur Björnsson, 23.4.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.