Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.1.2009 | 21:57
Endurnýjun?
Hvaða endurnýjun felst í nýju ríkisstjórnarsamstarfi sem samanstendur af flokki sem er nýbúinn að gera upp á bak í nýfallinni ríkisstjórn annars vegar og flokki sem er troðfullur af eldgömlum kommúnistum hins vegar?
Mér brá satt að segja skelfilega í brún er giskað var á sætaskipan í nýrri ríkisstjórn, þar sem Kolbrún Halldórsdóttir var sögð líkleg sem næsti umhverfisráðherra og Steingrímur J. sem fjármálaráðherra. Þá á Ögmundur Jónasson að setjast í stól heilbrigðis- og félagsmálaráðherra og Lúðvík Bergvinsson í stól dóms- og kirkjumálaráðherra... Þvílíkur hópur! Ekki skánaði það þegar sagt var að Össur Skarphéðinsson tæki að sér einhver óteljandi ráðherrasæti.
En ef þetta er virkilega það sem þarf til að koma Seðlabankastjórninni frá, þá so be it.
Skásta fréttin í dag var sú að Einar K. Guðfinnsson, fráfarandi sjávarútvegsráðherra, gaf út hvalveiðikvóta til næstu fimm ára. Hann fær hrós fyrir það.
Falið að mynda stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 22:48
Er Sigurður G. Guðjónsson andvaka?
"Eru samvinnumenn aðrir en Finnur andvaka?"...
.. var yfirskrift greinar sem Sigurður G. Guðjónsson birti í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Þar talar hann með hneykslan um spillingu innan Samvinnutrygginga og að þeir 30 milljarðar sem áttu þar að vera til séu gufaðir upp.
Í Íslandi í dag í kvöld sá ég Agnesi Bragadóttur jarða Sigurð G. Guðjónsson sem í raun er ekkert skárri en Finnur og félagar í Samvinnutryggingum. Það var í raun alveg sama hverju hann reyndi að stama upp úr sér, áður en hann náði svo mikið sem að klára heila setningu var Agnes búinn að jarða hann jafnóðum.
Hvort sem fullyrðingar Sigurðar varðandi Samvinnutryggingar eru sannar eður ei - og ég hef í raun enga ástæðu til að rengja hans málflutning þar - þá er ljóst að menn eiga ekki að vera að kasta steinum úr glerhúsi.
Hann er, hvað sem öðru líður, gjörsamlega búinn að skíta upp á bak.
En ætli hann sé andvaka?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 21:50
Sandkassaleikur
Jæja, sennilega verður ekkert hjá því komist að blogga um ástandið.
Mér ofbíður einfaldlega svo þessi sandkassaleikur sem aðalhausarnir í þessu landi eru að leika núna. Í stað þess að sína samstöðu í að efla ímynd þjóðarinnar og koma á fjárhagslegum stöðugleika, þá standa ríkisstjórnin, seðlabankinn og fjármálaeftirlitið í vísifingursbendingum og ábyrgðafirringu.
Davíð steig vasklega fram í morgun og hóf enn eina skothríðina til að gera allt vitlaust í þjóðfélaginu, hafi það nú ekki verið orðið nógu vitlaust áður. Af í hverju í ósköpunum getur þessi maður ekki bara einbeitt sér að því sem skiptir máli og hætt þessum endalausu tilraunum til að fegra sig og sína? Geir svarar síðan gagnrýni Davíðs á ríkisstjórnina eins og bjáni til þess að styggja ekki kónginn og vísar ábyrgðinni á bankana, að sjálfsögðu.
Á meðan svarar Ingibjörg Sólrún gagnrýninni fullum hálsi og Öskur einfaldlega valtar yfir seðlabankastjórnina í heild, í raun það eina gáfulega sem út úr honum hefur komið síðan hann steig í ráðherrastólinn.
Það er alveg ljóst að hvort sem Davíð bera ábyrgð á ástandinu eður ei, þá verður einfaldlega koma honum frá völdum svo hann haldi ekki áfram að leika leiki eins og í morgun, haldandi það að hann sé "ennþá" kóngurinn. Svo er reyndar ekki.Ábyrgðin liggur hjá bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 22:30
Þetta ástand!
Það er nokkuð ljóst að það er til lítils fyrir mig að blogga um ástandið; hrun, kreppu, skandala, afskriftir, afsagnir, aðgerðaleysi o.s.frv. Til þess höfum við alla besservisserana á Moggablogginu. Allt saman eru þetta stjórnmálafræðingar af bestu gerð og hafa sjálfsagt allir rétt fyrir sér.
Ég veit ekki hvort maður á að skammast sín eða vera glaður þegar ástand, eins og nú er ,kemur lítið sem ekkert við mann. Ég finn voðalega lítið fyrir þessu öðruvísi en að matvælaverð hefur hækkað. Reyndar hefur það meira en hækkað hér á Djúpavogi, því Samkaupskeðjan hefur víst hækkað mest allra matvöruverslana á landinu. Og það fer ekki framhjá neinum sem við Samkaup versla. En aftur á móti hefur bensín lækkað og ég spái því (og það má hljóma asnalega miðað við stöðun) að það eigi eftir að lækka enn frekar.
Það jaðrar þó við maður sé svolítið skömmustulegur þegar maður heyrir allar sögurnar að sunnan, af fólkinu sem hefur ekki efni á að borga af húsunum sínum og bílunum og rambar á barmi gjaldþrots. Á maður að skammast sín fyrir að finna ekki eins mikið fyrir þessu? Ég geri það allavega pínu og vorkenni hverjum einum og einasta sem á erfitt, hvort sem þeir "eiga það skilið" (en það eru margir sem vilja meina að þeir sem eyddu um efni fram eigi gjaldþrot skilið, sem er að sjálfsögðu ekki sniðugt) eða ekki.
Svo má vel vera að kreppan skelli á mér von bráðar án þess að ég fái við nokkuð ráðið. Sjáum til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.7.2008 | 22:37
Geir Haarde og Framsóknarflokkurinn
Mikið finnst mér nú vera að fjara undan honum Geir Haarde. Mér hefur alltaf fundist þetta vera fyrirtaksstjórnmálamaður og hef hingað til treyst honum til góðra verka. Hann er þó í stuttu og hnitmiðuðu máli gjörsamlega búinn að skíta upp á bak. Góðlega brosið er horfið, hann er í vondu skapi og það er svosem eðlilegt.
Hann hefur aldrei lent í þeirri stöðu áður sem nú blasir við, sem leiðtogi. Svipuð staða kom upp stuttu eftir aldamótin síðustu en þá hafði hann Davíð og Framsóknarflokkinn til að redda málunum. Hann hefur s.s. aldrei þurft að axla svona mikla ábyrgð áður einn og óstuddur. Ekki er nú mikil hjálp í Samfylkingunni, né hinum Sjálfstæðismönnunum í ríkisstjórn, sem tala hver ofan í annan og allir í sitt hvora áttina. Það er eitthvað mikið að ef þessi ríkisstjórn verður ekki sprungin með haustinu.
Þetta er sérstaklega fyrir Andrés: Árangur áfram - ekkert stopp!
Þetta eru orð að sönnu. Því miður fengu þau ekki hljómgrunn í síðustu kosningum og því fór sem fór. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega ekkert án Framsóknarflokksins og er það að koma berlega í ljós. Nú liggur leiðin niður á við og botninum er sannarlega ekki náð. Samfylkingin er gjörsamlega ónothæfur flokkur, það hefur ítrekað sannað sig á þessum krepputímum. Þeir ráða ekki við svona stöðu. Enda ekki við því að búast.
Annars er búið að vera voðalega hressandi að vera í stjórnarandstöðu og sjá hvernig ný ríkisstjórn drullar hvað eftir annað upp á bak. En það er ekki hressandi lengur. Fyrr má nú drulla.
Nú er lítið annað að gera en að bíða næstu kosninga og fá Framsókn aftur í ríkisstjórn til að slökkva í þessu báli sem núverandi stjórn er búin að kveikja og á eftir að hella rándýrri olíu yfir út kjörtímabilið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2008 | 11:35
Andskotinn er þetta!
Hvað í andskotanum skilja þeir, sem ráða, ekki við þetta?
Viljiði andskotast til að hækka laun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga eins mikið og þessar stéttir vilja. Ef þessir jakkaklæddu blábjánar (sem öllu ráða) geta bent mér á mikilvægara fólk í samfélaginu, þá væri það vel þegið.
Þeir vilja kannski meina að Ólafur Jóhann í Geysi Green, Sigurjón Árnason í Landsbankanum og hvað þeir heita nú allir þessir mikilmennskuræflar, séu merkilegri menn heldur þær konur sem tóku á móti þeim í þennan heim og eru boðnar og búnar til að þjónusta á alla mögulega vegu.
Þegar þú berð að jöfnu fólk með sex ára háskólanám, hvað er það þá sem getur réttlætt það að jakkafataklæddir lögfræðingsfávitar séu með hærri laun en ljósmæður og hjúkrunarfræðingar? Og eru þessir ofmetnu bókabjánar eitthvað merkilegri en ljósmæður?
Andskotist til að koma vitinu fyrir ykkur og hlustið á kröfur þessara stétta. Og haldiði síðan kjafti!
26.4.2008 | 11:40
Þetta er fyndið
Hér má sjá vörubílstjóra missa sig yfir því að vegfarandi á fólksbíl leggur fyrir hann. Spurning hvort vörubílstjórinn megi ekki líta aðeins í eigin barm eftir aðgerðir síðustu vikna... hann skilur þá kannski hvernig vegfarendum sem lent hafa í aðgerðum vörubílstjóra líður.
Þetta er allavega drepfyndið.
Lögreglan eyddi gögnum af farsíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2008 | 14:30
Skemmtileg túlkun
Ég ætla nú sem minnst að tjá mig um óviðeigandi bréfaskrif til Björn Bjarnasonar. Hins vegar rakst ég á skemmtilega túlkun á atburðarrásinni á einhverri heimasíðu hér rétt áðan. Mér fannst hún allavega fyndin og eflaust jafn sönn og hver önnur....
Farsakennd atburðarrás!
Svona voru samtölin milli lögreglu og trukkamanna:
Lögreglan: Færið bílana strax!
Trukkamenn: Nei ... við gerum það ekki
Lögreglan : Færið bíla núna annars!
Trukkamenn: NEI.. Við gerum það ekki!
Lögreglan: Færið bílana strax!
Trukkamenn: NEIneineinei.. liggaliggalá
Lögreglan: Færið bílana STRAX!
Trukkamenn: OKEY þá. Við skulum fara bílana.
Lögreglan: NEI! Þið færið ekki bílana
Trukkamenn: Huh. Nú afhverju ekki?
Lögreglan: VIð ætlum að handtaka ykkur alla og berja.
Trukkamenn: Heyrðu! Þið verðið að ákveða ykkur. Eigum við að færa bílana eða ekki!
Lögreglan: NEI... GAS! GAS! GAS!
Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2008 | 23:42
Harkalegar aðgerðir
Ég er nú vanur að standa með lögreglu í flestum svona málum, en eftir að hafa séð myndir og myndbrot af aðgerðum þeirra getur maður ekki annað en verið hneykslaður.
Gott og vel, mótmælendur höguðu sér að sjálfsögðu eins og bjánar, með öskrum og látum, eggjakasti (sem mér finnst nú reyndar sárasaklaust) og fleiru. Grjótkastið fannst mér langverst, allavega það myndbrot sem sjá má inn á mbl.is þar sem lögreglumaður fær vænan hnullung í hausinn.
Það breytir því þó ekki að það eru fjölmörg myndbrot í gangi af því þegar lögreglan bregst allt of harkalega við. Piparúðanum virtist spreyjað af "GAS!-manninum" bókstaflega út í loftið og hann virtist ekki spá á nokkurn hátt í því hvert hann var að spreyja og yfirleitt var engin ástæða til að beita úðanum.
Það er nú reyndar svo að maður ætlast nú til þess að lögreglan geti þolað svívirðingar og blótsyrði, enda ættu lögreglumenn að vera því nokkuð vanir. Þú klæðist ekki þessum galla ef þú síðan handtekur hvern þann sem kallar ókvæðisorðum að þér en margoft mátti sjá lögregluna handtaka menn fyrir það eitt að vera með "kjaft".
En auðvitað eru tvær hliðar á öllum málum. Þolmörkin eru eðlilega ákveðið há og eðlilegt að lögregla bregðist við þeim óeirðum sem mynduðust í dag. Hins vegar fór lögreglan og "óeirðasveitin" hans Björn Bjarnasonar langt yfir strikið í dag.
Talandi um Björn Bjarnason. Hann var í viðtali bæði á RÚV og Stöð2 í dag og lýsti því yfir að aðgerðir lögreglu hafi verið með öllu réttar og réttlætanlegar. Hún hafi brugðist rétt við í einu og öllu og sýnt mátt sinn og megin. Þó bætti hann því við í lokin að hann hefði reyndar ekki séð neinar myndir af atburðum dagsins og lítið af þeim frétt nema af afspurn. Skeit í stuttu máli ærlega upp á bak og það ekki í fyrsta skipti.
Geir Haarde var í útlöndum, eins og hans var von og vísa.
Ætlunin var að setja hér fyrir neðan myndband sem sýnir aðgerðir lögreglu, en einhverra hluta vegna segir bloggkerfið mér að slóðin á myndbandið sé ekki rétt, sem er mjög dularfullt og mér að öllu óskiljanlegt. Spurning hvort að lögreglan hafi beðið mbl.is að koma í veg fyrir að myndbandinu yrði dreift hér.
Bein slóð á myndbandið er allavega hér.
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 12:17
Húsfyllir?
Var það ekki meira svona "herbergisfyllir"? Eftir því sem ég sá í fréttunum í gær þegar sýnt var frá fundinum var ekki betur að sjá en að fundurinn hafi farið fram inni í 30 fm herbergiskitru á Hótel KEA.
Nú hlýtur Andrés að segja eitthvað.
Húsfyllir á fundi VG á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |