Færsluflokkur: Dægurmál
13.8.2008 | 21:28
Skólinn byrjar
Nú styttist í að nýtt skólaár hefjist. Það get ég sagt ykkur með sanni að fyrir ekki svo löngu síðan var það eins fjarri mínum huga og hugsast getur að ég myndi gerast kennari. En á einhvern hátt slysaðist ég í þetta starf. Það vantaði einhvern til að sjá um tölvukerfi skólans og kenna tölvufræði og ég ákvað að slá til. Áður en ég vissi af var ég einnig farinn að kenna ensku og valgreinar.
Ég neyðist víst til að viðurkenna að ég hef gríðarlega gaman af þessu starfi. Og það sem meira er; ég get ekki beðið eftir að nýtt skólaár hefjist. Pælið í því! Nú hef ég tekið að mér, ásamt tölvukennslunni, íslenskukennslu í 3. og 4. bekk. Það leggst vel í mig. Ég hef alltaf haft gaman af íslensku og var hún mín eftirlætis námsgrein í skóla.
Þetta sýnir manni það að maður veit aldrei í hverju maður lendir í lífinu. Mér fannst alltaf leiðinlegt í skóla og var ekkert sérstakur námsmaður, sem skýrist fyrst og fremst af leti. Ég hafði lítinn áhuga á að læra þó ég hafi nú slysast í gegnum Iðnskólann en það var nú aðallega af því að ég var að læra eitthvað sem ég hafði áhuga á.
Hver veit nema maður andskotist í Kennaraháskólann.......
Sjáum til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2008 | 16:20
Skaupþing
SPRON og Kaupþing saman? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2007 | 20:49
Vatnsskarðið lætur ekki að sér hæða
Það eru víst orð að sönnu. Á meðan fréttir bárust af ofsaveðri... yfir 40 metrum á sekúndu fyrir sunnan þá fóru hviður yfir 90 m/s á Vatnsskarði.
Nú er ég borinn og barnfæddur Borgfirðingur eystri (fyrir þá sem ekki vita þá þarf að fara yfir Vatnsskarð til komast þangað). Ég hugsa að margir taki undir með mér þegar ég segi að á Borgarfirði finnur þú lang mestu sviptingar sem fyrirfinnast í íslensku veðri. Hvergi annars staðar á Íslandi verður jafn brjálað veður, þegar veðrið verður vont og hvergi á Íslandi verður jafn gott veður, þegar veðrið verður gott eins og á Borgarfirði eystri.
Það er nú bara svoleiðis.
Vindur yfir 90 metrar á sekúndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2007 | 11:52
Þetta er með ólíkindum
Að í jafn upplýstu samfélagi og því íslenska er með ólíkindum að það skuli ennþá finnast svona hálfvitar sem ekki geta fylgst með veðurspá, þó að búið sé að vara við þessu veðri í marga daga.
Það er ekki eins og þetta séu 2-3 bjálfar, heldur eru þau 11. Svo treysta þau náttúrulega bara á að fleiri tugir björgunarmanna hætti lífi sínu við að bjarga þeim við stórhættulegar aðstæður.
Unnið við erfiðar aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.12.2007 | 14:24
Heimasíða Umferðarstofu
Ég fór í sakleysi mínu inn á heimasíðu Umferðarstofu til athuga hvaða sekt biði ökumanns sem æki á 180 km hraða þar sem hámarkshraði er 90. Þetta var niðurstaðan:
Þín bíður ákæra & dómur
Það er ekkert annað. Ég staldraði við fyrsta orðið; "Þín". Meina þeir þá að mín bíði ákæra og dómur fyrir að hafa grennslast fyrir um þetta? Hvað veit maður? Væri nú ekki gáfulegra að orða þetta svona:
Ökumanns bíður ákæra & dómur. ?
Eftir að hafa áttað mig á að kannski var ekki vera að beina þessu til mín beint fór ég að skoða meira. Ef þú keyrir á 140 þar sem hámarkshraði er 90 færðu 90.000 sekt. Ef þú keyrir á 141 færðu 130.000 króna sekt. Það er dýr 1 km/klst.
Yfir 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.11.2007 | 16:45
Fleirtala
Þetta er nú ekki flókið
Kaffi = Köff
Epli = Öpl
Nammi = Nömm
Snakk = Snökk
Drasl = Drösl
Blak = Blök
o.s.frv.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 16:54
Rigning
Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hversu mikið getur rignt á þessu skeri.
Skrifstofan mín á hreppnum míglekur, eða annar glugginn réttara sagt. Tékkaði á ástandi gluggans þegar ég mætti í morgun og það var fínt. Klukkutíma síðar var það líka fínt, bara smá leki. Klukkutíma eftir það mætti Sveinn Kristján Ingimarsson til mín og var eitthvað að blaðra þegar allt í einu heyrist í honum... "neinei!...". Og þá tókum við eftir því.
Þá hafði ekki lekið heldur fossað inn um gluggann án þess að ég hefði tekið eftir. Kominn var stór pollur á gólfið. Fyrir neðan gluggann er tölva, fjöltengi, fullt af köplum, switch og þess konar drasl. Það slapp nú blessunarlega allt nema switchinn en hann hefur ekki slegið feilpúst þrátt fyrir baðið.
Nú er það orðið mitt aðalstarf að vinda úr viskastykkjunum sem ég kom fyrir í glugganum.
Sérdeilis ekki slæmt starf það.
Dægurmál | Breytt 7.11.2007 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2007 | 21:09
Kynjahlutfall
Nú ætla ég að tala hreint út.
Kynjahlutfall er af hinu góða. Konur eru alveg jafn hæfar og karlar í flest störf. Karlar eru alveg jafn hæfir og konur í flest störf. En eitt er alveg á hreinu.
Það er merkilegt heimspeki að nauðsynlegt sé að konur séu a.m.k. 50% af starfsfólki í fyrirtækjum, stjórnunarstöðum, stjórnum o.s.frv., hvort sem þær eru hæfar til þess eður ei.
Ef þú ert með 20 konur og 20 karla að berjast um 20 stöður, þá velur þú ekki 10 karla og 10 konur til að allir séu ánægðir. Þú velur einfaldlega þá 20 hæfustu í stöðuna, hvort sem það eru allt karlar, allt konur, jafnt hlutfall eða ekki jafnt hlutfall. Svo einfalt er það.
Og hana nú!
Dægurmál | Breytt 7.11.2007 kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 08:42
Veiðimenn
Veiðimenn eru sérstakur þjóðflokkur. Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af veiðimönnum að segja veiðisögur, en það er sjálfsagt engu öðru en áhugaleysi um að kenna. Ég þekki marga sem eru veiðimenn og kann mætavel við marga þeirra þegar þeir eru ekki veiðimenn. En þegar veiðimannahamnum er skellt á þá fæ ég viðbjóð.
Ástæða þess að ég er að tala um þennan þjóðflokk er sú að í morgunútvarpi Rásar2 er svokallað veiðihorn, þar sem þáttastjórnendurnir, Gestur Einar og Hrafnhildur, hringja í laxveiðimanninn Gunnar Bender og spyrja tíðinda úr laxveiðiám landsins. Mér finnst reyndar svo komið núna að ég kveiki ekki á útvarpinu öðruvísi en að Gunnar Bender sé á línunni. En hann Gunnar er með þetta allt á hreinu. Hann veit nákvæmlega hvað búið er draga marga laxa, bleikjur og silunga (eða hvað þetta heitir nú allt saman) í öllum laxveiðiám á landinu á þeirri mínútu sem talað er við hann. Einnig veit hann stærðina á öllum tittum sem hafa verið dregnir á land og einnig á hvað þeir voru veiddir. Aukinheldur kann hann nöfnin á öllum veiðimönnunum sem veiddu hvern og einn auk þess sem hann er með það á hreinu hvernig veðrið var í hvert skipti.
Hvern skollann varðar mig um það hvort Finnur Brjánsson hafi veitt 11 punda lax á flugu suður í Eldvötnum, laugardaginn 13. okt. sl. í fínu veðri en smá sudda? Það eru eflaust einhverjir sem bíða spenntir eftir að Gunnar komi á línuna en er nú ekki nóg komið þegar hringt er í hann dag eftir dag og oft tvisvar á dag?
Það merkilega við þetta er samt það að Gunnar virðist aldrei vera að veiða sjálfur. Hann er bara að fylgjast með öðrum. Merkilegt áhugamál.
Dægurmál | Breytt 7.11.2007 kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.8.2007 | 08:35
Veðurspá
Nú er klukkan 08:25 á föstudagsmorgni. Verslunarmannahelgin um helgina.
Ég var að skoða veðurspána. Hún sýnir rigningu um helgina alls staðar nema í Eyjum. Sem er ekkert nýtt. Þetta er alltaf svona fyrir verslunarmannahelgina. Þó það rigni síðan eldi og brennisteini spá þeir alltaf sól og blíðu.
Eru eyjaskrattarnir búnir að múta Veðurstofu Íslands? Svona risasamsæri til að fá alla til Eyja? Maður veit aldrei. Þeir hafa náttúrulega Sigga storm í liði með sér þar sem hann er alltaf í Eyjum um verslunarmannahelgi. Hann hefur alltaf og undantekningarlaust spáð sól í Eyjum og rigningu annars staðar. Enda er hann rakinn þvagheili.
Ég ætla allavega að vona að Monsoon rigningarnar nái að sleikja Vestmannaeyjar um helgina. En annars er engin leið að vita hvernig veðrið þar verður, þar sem veðurfræðingar spá bara sól án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því.
Bæ
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)