Mínir menn

Það er óhætt að segja að "mínum mönnum" gangi ekki vel þessa dagana og undanfarin misseri. Alveg sama á hvaða vettvangi þá gengur þeim öllum illa. Veit ekki hvort þetta er svona hjá öllum, að öllum "þeirra mönnum" gangi illa í einu. Má vera að það haldist í hendur eða að þetta sé svona einstök óheppni hjá mér. En hverjir eru þessir "mínir menn"?

Allir eiga "mína menn". Það tala allir um "mína menn".

Mínir menn eru:

Arsenal - Þeir skitu á sig á síðasta tímabili
KR - Skítalyktin finnst alla leið á Djúpavog
Framsóknarflokkurinn - Riðu ekkert sérstaklega feitum hesti frá kosningum
Íslenska landsliðið í knattspyrnu -  Þarf ég að útskýra það eitthvað nánar?

Spurning hvort ég eigi að fara að halda með ManUtd - FH - Sjálfstæðismönnum og Brasilíu. Þá gengur þeim kannski illa en hinum sönnu "mínum mönnum" vel.  

Annars er það helst að frétta að ég er búinn að taka Ólöfu Arnalds í sátt. Það var erfitt þar sem ég var búinn að skíta svo mikið yfir hana bæði við vini og kunningja.  En stundum þarf maður að éta yfirlýsingar ofan í sig og það er svosem ekkert að því. Ég er mjög hrifinn af því sem Ólöf er að gera. Sérstaklega þegar maður nær að hlusta á textana. Þeir eru snilld. Kannski var það ekkert svo fjarri lagi hjá Óla Palla þegar hann sagði að við værum búin að eignast kvenkyns Megas. Ég var ekki sáttur við þá yfirlýsingu þá en ég er mjög glaður í dag. Þó að mínum mönnum gangi illa.

Svo er Verum í sambandi með Sprengjuhöllinni gríðarlega hressandi lag.

Svo má kannski aðeins fara að minnka spilunina á Ég og heilinn minn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bloggaðu drengur! mér leiðist í rvk.

Frekja litla frænka (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:15

2 identicon

mjög sérstök ruslpóstvörn hérna!! eins gott að maður er sleipur í reikningi ;) hehe..

Frekja litla frænka (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 16:15

3 identicon

Gott að heyra að einhver annar er að fíla Ólöfu Arnalds....það bölva henni allir í kringum mig og ég hef ekki þorað að segja neitt...ég ljóma með hana og textarnir eru skemmtilega glettnir.

Hoffa (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 23:05

4 identicon

mér leiðist ennþá í rvk.. bloggaðu!!! ég fer alveg að fá frekjukast!

Frekja litla frænka (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 21:49

5 identicon

Ég er sjálfur nýkominn frá RVK þess vegna hef ég ekkert bloggað. Sjáum hvað setur.

Óli Bj (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband