Vinnuskipti

Það er semsagt þó nokkuð að gerast hjá mér þessa dagana. Ég er að byrja í nýrri vinnu sem er margskipt og hefur marga starfstitla. 1. júlí byrjaði ég að vinna á hreppskrifstofunni hér á Djúpavogi og hef þar starfsheitið Tæknistjóri/Vefstjóri. Felst starfið í umsjón vefs Djúpavogshrepps og öllu því sem tengist tæknihluta Djúpavogshrepps, þ.e. umsjón tölvukerfis á hreppsskrifsstofu og öllum tölvum í stofnunum tengdum hreppnum (leikskóla, elliheimili, áhaldahúsi, íþróttamiðstöð, bókasafni, tónskóla o.s.frv.

Síðan mun ég 1. ágúst segja skilið við beitninguna alfarið og byrja að vinna (samfara starfsheitinu vefstjóri/tæknistjóri hjá hreppnum) hjá Grunnskóla Djúpavogs. Þar mun ég hafa heitið Kennari/Umsjónarmaður tölvukerfa en ég mun kenna tölvufræði ásamt einhverju fleiru og sjá um tölvukerfið í Grunnskólanum. Þar með er starfsheitið orðið Vefstjóri/Tæknistjóri/Kennari/Umsjónarmaður tölvukerfa. En sennilega auðveldast að nota starfsheitið hreppsstarfsmaður enda heyrir þetta allt undir hreppinn þegar upp er staðið.

Þar með verður 2ja ára starfsferli mínum sem beitningarmaður formlega lokið. Það er sennilega fátt þægilegra heldur en að vera beitningarmaður. Ræður vinnutímanum sjálfur, margir frídagar, fínt kaup. Ég hefði ekkert verið að þreifa fyrir mér annars staðar á vinnumarkaðinum ef beitningin væri ekki svona slítandi en eftir 2ja ára stanslausa beitningu finnur maður til alls staðar. Í öllum líkamanum. Axlir orðnar lúnar, mjaðmir, hné og hendur. Auk þess er bakið lélegt og maður er með sára olnboga. Svo er maður að væla eftir 2 ár þegar mamma og Sessa gamla er búnar að vera að beita síðan elstu menn muna.

En nú hvet ég alla til að fara á www.djupivogur.is og fylgjast með hvernig ég stend mig sem nýr vefstjóri.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilega til hamingju með alla titlana Óli minn, ég veit að þú stendur þig sama hvað þú tekur að þér.

Bestu kveðjur

Sverrir frændi.

Sverrir frændi (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 20:35

2 identicon

Já til hamingju með að vera orðinn Hreppari . Á að mæta á tónleika með Dúndurfréttum á héraðinu næstu helgi?

Maggi (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 17:25

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það vill svo yndislega til að ég er að spila á tónleikum sjálfur þetta kvöld. Ég bara vissi að ég hefði ekki átt að taka það að mér. Kannski maður stingi bara af ....

Ólafur Björnsson, 8.7.2007 kl. 11:18

4 identicon

Ertu ekki viss um að þú verðir ekki næsti oddviti Djúpavogs eða ar eða eitthvað?

Daddi Bjöss (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Ólafur Björnsson

Ég prófaði stólinn í dag... hann var fínn.

Ólafur Björnsson, 9.7.2007 kl. 20:30

6 identicon

Já þú hefðir átt að stinga af. Hitti bróðir þinn sem var alveg í tíunda himni eftir tónleikana í gær. þetta var vægast sagt rosalegt

Maggi (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband