Verslunarmannahelgarblogg

Verslunarmannahelgin var fín. Ég var ekki að rolast einn í bænum.
Ætlunin var alltaf að fara í Ásbyrgi. Slæm veðurspá gerði það að verkum að það varð ekkert úr því þó við hefðum eiginlega alltaf verið á leiðinni þangað. Fórum þess í stað á Borgarfjörð og það var alveg hreint afbragð.

Skelltum okkur á hagyrðingamót þar sem Gísli Einars fór á kostum ástamt 6 hagyrðingum. Eflaust er þetta með bestu skemmtunum sem maður sækir. Eina sem ég get sett út á er að þær vilja verða aðeins of langar. Ég bara get ekki hlegið meira þegar ég er búinn að hlæja stanslaust í 3 tíma. 2 tímar væri fín lengd. En það var vel mætt, kjaftfullt hús og rífandi stemmning.

Laugardagurinn var athyglisverður. Veðrið var fínt framan af, fórum og fylgdumst með misjafnlega velásigkomnum og misjafnlega timbruðum einstaklingum spila fótbolta á Henson mótinu. Það var fínt og veðrið eins og best verður á kosið til fótboltaiðkunar. Um kvöldið var haldin grillveisla í garðinum í Heiðmörk. Það hafði nú spáð rigningu svo við ákváðum að henda upp tveimur partítjöldum. Þegar seinna tjaldið var að verða komið upp þá var veðrið orðið frekar athyglisvert. Það þýddi nú ekkert að pæla í því. Það var allt notað til að fest tjöldin betur niður og þó að Katrín (fellibylurinn) hefði heimsótt okkur þá hefðu tjöldin staðið það af sér. Þegar tjöldin voru klár þá var Badda Helga komið fyrir í þeim. Hann átti nefnilega að skemmta. Sem hann og gerði. Í 20 metrum og rigningu stóð Baddi sína vakt og spilaði eins og hann fengi borgað fyrir það (sem hann fékk ábyggilega ekki). Doddi og Bjössi Skúla sáu um að grilla og fólk hrúgaðist bara inn í bílskúrinn til að éta, þó sumir hafi tekið á honum stóra sínum og étið úti í partítjaldinu. En þegar leið á kvöldið er óhætt að segja að stóra óveðrið hafi komið. Það var slagviðri og ekki hundi út sigandi. 

Sunnudagur til sælu. Afslöppun og leti. Man barasta ekkert hvað ég gerði á sunnudeginum. Hann hlýtur að hafa verið fínn.

Á mánudeginum var sú ákvörðun tekin að bruna upp í Atlavík en þangað höfðu Ásbyrgisfararnir flestir flúið. Við hentum upp tjaldi í Atlavík og um kvöldið grilluðum við (Guðjón, Bella og Heiða) og drukkum bjór. Það var afskaplega fínt. Ég er alls ekki mikill tjaldmaður. Ég skal alveg viðurkenna það. Það sleppur þó að sofa í tjaldi þegar maður er með góða dýýýýýnu og þegar það er ekki rigning. Ég hafði góða dýnu og það var ekki rigning en ég var samt ekki hrifinn. Hitinn hefur sennilega farið niður fyrir frostmark og ég var hræddur um á tímabili að við bókstaflega frysum í hel. Sennilega hafa það verið óþarfa áhyggjur því við frusum ekki í hel. Það varð ekki einu sinni neinum meint af vistinni. Ekki einu sinni 8 mánaða gömlum syni mínum. En það var samt kalt. 

Þriðjudagurinn heilsaði okkur með sól og 20 stiga hita. Eftir það sem maður gerir yfirleitt í svona fjölskylduútilegu (sitja í sólinni, spila badminton og þetta drasl) var öllu pakkað saman og ákveðið að kíkja upp á Kárahnjúka. Lónið er að verða helvíti glæsilegt, sennilega það eina merkilega þarna, fyrir utan stíflurnar því ekki er náttúrufegurð fyrir að fara þarna í þessu óræktardrullusvaðsþurrkuntu svæði. Menn ættu að væla aðeins meira yfir því að það sé verið að sökkva þessu drasli.

Helgin var semsagt mjög fín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björnsson

Mér finnst agalega fyndið að kommenta hjá sjálfum mér.

Ólafur Björnsson, 15.8.2007 kl. 09:31

2 identicon

amen á eftir efninu.

já hvað var þetta með veðrið ´alaugardeginum. það var það slæmt að ég lét bara æææiiii maður sjáum að fara á ball og ég og minn ektamaður fórum bara að sofa. ....ég veit.......við erum sennilega að verða aðeins of gömul. hihi

kveðja úr sólinni í keflavík :) sem samt sem áður er við það að vera óbyggilegur andskoti sökum roks og óhemjuljótarar náttúrur...svona álíka og kárahnjúkar

Heiða skvísí (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 12:00

3 identicon

...þú sást nú okkur á Kárahnjúkum.. það hlýtur að hafa rifið þetta aðeins upp.. annars ömurlegt skítapleis þessir kárahnjúkar!!

Harpa Rún (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband