Hvar er samræmið í réttarkerfinu?

Ég las í morgun að karlmaður hafi verið dæmdur í 2 1/2 fangelsi fyrir kynferðislega misnotkun á 6 ungum stúlkum á nokkurra ára tímabili.

Svo fær karlmaður á þrítugsaldri 9 mánaða fangelsi fyrir að stela nærbuxum fyrir 3 þúsund kall.

Hver andskotinn er að? 


mbl.is 9 mánaða fangelsi fyrir nærbuxnahnupl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í guðanna bænum lestu aðeins meira en fyrirsögnina, hann var nú þegar á skilorði fyrir  húsbrot, nytjastuld, fíkniefnabrot, ölvunarakstur, sviptingarakstur og einnig kynferðisafbrot. Hann fékk ekki 9 mánaða fangelsi fyrir að stela nærbuxum.

Halldór L Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:29

2 identicon

Þetta er ekki til marks um að neitt sé að. Maðurinn er ekki dæmdur í 9 mánaða fangelsi vegna nærbuxnastuldar, heldur vegna þess að hann rauf skilorð. Og það er ekkert athugavert við það. Ef menn rjúfa skilorð þá eiga þeir með réttu að sitja af sér eldri dóma.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 14:32

3 identicon

Eitthvað segir mér að þú hafir bara lesið fyrirsögnina, en samt sem áður finnst mér þetta alveg út í hött.

Maðurinn hefur brotið af sér áður, fær þennan dóm, þar sem nærbuxurnar voru greinilega dropinn sem fyllti mælinn. EN, maðurinn sem var dæmdur í 2 1/2 árs fangelsi fyrir kynferðisbrotið(kynferðisbrotin) er að fá allt of fáránlegan dóm.

Við erum að tala um að eitt og sér er dómurinn fyrir kynferðisbrotinn fáránlegur, og verð ég að viðurkenna að mér finnst hann enn fáránlegur þegar ég ber þessi tvö mál saman.

Íris Hólm (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Ólafur Björnsson

Halldór og Sleggjudómarinn....

Ég biðst afsökunar á að hafa orðað þetta svona. Ég las alla fréttina en það er nú ekki til að bæta þetta réttarkerfi að maður sé dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir skilorðsbrot en hann var á skilorði eftir að hafa brotið af sér á nánast allan mögulegan hátt auk þess sem hann rændi þessum nærbuxum.

Finnst ykkur 9 mánuðir mikið fyrir öll þessi brot?

Fyrst og fremst var færslan til þess að spyrja hvað væri að íslenska réttarkerfinu.

Ólafur Björnsson, 21.12.2007 kl. 16:42

5 identicon

veistu Ólafur þessari spurningu verður varla svarað... það er allt of mikið að þessu meingallaða kerfi...

Gunnar Sigvalda (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband