Slæmar breytingar

250px-Megas_LMB1Vil byrja á því að segja að mér finnst að sjálfsögðu frábært að minn maður hafi fengið 4 tilnefningar.

Fyrir nokkrum árum fannst mér Íslensku tónlistarverðlaunin frábær hátíð. Ég beið spenntur að heyra tilnefningarnar og fylgdist með herlegheitunum í sjónvarpinu.

Nú finnst mér þessi hátíð vera orðin frekar þunn. Sennilega vegna þess að hætt var að veita hljóðfæraleikurum verðlaun. Sem er náttúrulega fáránlegt. Hver ætli hafi ákveðið það að nú skyldi hætta að útnefna í flokki gítar-, bassa-, trommu-, hljómborðs ogsvomættilengitelja leikara? Mér finnst skrítið að aðeins söngvarar séu tilnefndir. 

Svo verð ég að segja að mér finnst, þegar ég les yfir listann, þetta vera sama fólkið/böndin aftur og aftur sem tilnefnd eru. Er íslensk tónlistarútgáfa virkilega svona lítil? 3 tilnefningar eru jafnan í hverjum flokki. Maður hefði nú haldið að 5-6 tilnefningar væru lágmark. 

Svo hefur Urður (í Gus Gus) verið tilnefnd sem söngkona ársins í égveitekkihvað mörg ár í röð. Ég heyri hana sárasjaldan syngja. Ætli hún sé bara tilnefnd til að fylla upp í listann?

En ég má til með, hér í lokin, að hrósa aðstandendum hátíðarinnar fyrir að tilnefna á ný textahöfund ársins, en sá liður var aflagður í einhverjar hátíðir í röð og þess í stað kom myndband ársins. Sem betur fer hefur því verið breytt á ný. 

 


mbl.is Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna birtar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki betur en að þau séu tilnefnd sem nýliðar ársins...

ókunnugur (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Var einum of fljótur á mér... búinn að eyða þessu með Bloodgroup út...

Ólafur Björnsson, 23.2.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband