Skólinn byrjar

Nú styttist í að nýtt skólaár hefjist. Það get ég sagt ykkur með sanni að fyrir ekki svo löngu síðan var það eins fjarri mínum huga og hugsast getur að ég myndi gerast kennari. En á einhvern hátt slysaðist ég í þetta starf. Það vantaði einhvern til að sjá um tölvukerfi skólans og kenna tölvufræði og ég ákvað að slá til. Áður en ég vissi af var ég einnig farinn að kenna ensku og valgreinar.

Ég neyðist víst til að viðurkenna að ég hef gríðarlega gaman af þessu starfi. Og það sem meira er; ég get ekki beðið eftir að nýtt skólaár hefjist. Pælið í því! Nú hef ég tekið að mér, ásamt tölvukennslunni, íslenskukennslu í 3. og 4. bekk. Það leggst vel í mig. Ég hef alltaf haft gaman af íslensku og var hún mín eftirlætis námsgrein í skóla.

Þetta sýnir manni það að maður veit aldrei í hverju maður lendir í lífinu. Mér fannst alltaf leiðinlegt í skóla og var ekkert sérstakur námsmaður, sem skýrist fyrst og fremst af leti. Ég hafði lítinn áhuga á að læra þó ég hafi nú slysast í gegnum Iðnskólann en það var nú aðallega af því að ég var að læra eitthvað sem ég hafði áhuga á.

Hver veit nema maður andskotist í Kennaraháskólann.......

Sjáum til.


Af KR, ÍA og getuleysi

Það verður seint sagt að mínir menn í KR séu, eða hafi síðustu ár, verið að gera góða hluti í Landsbankadeild karla. Það er keypt og keypt en ekkert gengur. Það er erfitt að segja hvað veldur, því í hverri stöðu eru toppklassa leikmenn. Andleysi og jafnvel áhugaleysi spilar þarna inni í og klárlega vantar einhvern til að rífa upp stemmninguna. Hélt reyndar að Logi Ólafs væri kjörinn í það starf og hann virtist vera að ná smá takti í liðið á tíma í sumar en nú er allt í sama farinu. Eini sem eitthvað sýnir er Mummi vinur minn, en ég spái því að hann verði kominn í gott lið í útlandinu fljótlega eftir að þessu móti lýkur

KR hefur ekki unnið FH í Frostaskjólinu síðan sautjánhundruðogsúrkál, sem er náttúrlega skandall. KR á einfaldlega ekki að tapa á heimavelli. Ekki með þessa stuðningsmenn og ekki í þessum búning. Það er einfaldlega bannað. 

Nóg um það.

Ástæðan fyrir þessu bloggi er í raun nýr leikmaður KR. Bjarni nokkur Guðjónsson klæddi sig í röndótta búninginn eftir að hafa skitið á sig, ásamt bræðrum sínum og frændum, í ÍA. Sjaldan eða aldrei hef ég verið jafn hneykslaður á nokkrum kaupum og einmitt þessum. Hvað á Bjarni að geta gert fyrir þetta lið? Hann er án nokkurs vafa einn af ofmetnari leikmönnum sögunnar og eins og kom í ljós í kvöld er hann fantur.

Þetta var engin tilviljun öll þessi rauðu spjöld hjá ÍA í sumar. Þetta var ekkert einelti eins og Gauji Þórðar vildi meina. Hann lagi einfaldlega upp með svona spilamennsku og Bjarni virðist eiga bágt með að kúpla sig út úr henni þegar hann er kominn í nýtt lið. Ég held að það sé ekki úr vegi að vitna í Dodda, mág minn, en hann orðaði þessa krísu hjá ÍA ansi vel í sumar;

"Hvernig ætlast Guðjón Þórðarson til að hann geti búið til gott lið úr ofmetnum og getulausum sonum sínum og afdala frændum?"

Þetta var ansi vel orðað hjá honum og hverju orði sannara því þetta var, og er, ekkert annað en skapstór fjölskylda þarna á Skaganum.

Ég óttast það mest að Logi Ólafsson verði látinn taka pokann sinn eftir þessa leiktíð og Guðjón Þórðarson verði ráðinn sem nýr þjálfari KR. Ja, ljótt er ef satt er.

Þá liggur leiðin rakleitt niður í 1. deild.


mbl.is Enn einn sigur FH á KR í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljómsveit Dallas Group frá Djúpavogi fær nýtt æfingarhúsnæði

Þessi færsla er sérstaklega fyrir Ingþór Sigurðarson frá Vegamótum.

Enn og aftur flytur hljómsveitin Dallas Group Inc. ehf.is frá Djúpavogi sig um set og nú má segja að hún sé komin hringinn, eða réttara sagt 3/4 hljómsveitarmeðlima, því þarna var æfingahúsnæði þeirra í kringum 1990, en þá var ég nú bara ennþá að éta sand, eða því sem næst. Húsnæðið er nánar tiltekið í bílskúrnum við gamla leikskólann. Djúpavogshreppur úthlutaði okkur þessu húsnæði og erum við mjög sáttir við það. Eins og gefur að skilja er margt sem þarf að lagfæra áður en nýtt húsnæði er orðið spilahæft og því var ekkert annað að gera en að hringja þrjár langar og eina stutta í Reykjavíkurhrepp og panta gólfefni og eggjabakkadýnur á veggina. Var efninu skellt á sl. miðvikudagskvöld og tók það c.a. eina kvöldstund. Rífa þurfti eitt stykki millivegg, bekk, vask o.fl. áður en gólfið var orðið lagningarhæft. 

Nú á aðeins eftir að fínisera húsnæðið, redda kaffikönnu og sófum og svona og þá verður þetta hin besta aðstaða og vonandi verður hún til frambúðar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við framkvæmdir. Njóttu vel Ingþór minn, vona að þú fáir sjúklega heimþrá...

 

DSCF0429 (Large)
 Æfingahúsnæðið fyrir breytingar
 
DSCF0432 (Large)
 Guðmundur yfirsmiður reynir að gera sér í hugarlund hvernig best sé að rífa helvítis vegginn
 

Það var svosem ekkert annað að gera en að byrja
 
DSCF0433 (Large)
Ég að máta hillurnar
 
DSCF0440 (Large)
Það hafðist að rífa vegginn enda einstakir niðurrifssérfræðingar að verkum
 
DSCF0446 (Large)
Svo þurfti að fjarlægja þennan stiga. Samvinna er lykilinn.
 
DSCF0449 (Large)
Þá var það teppalagningin, Guðjón Viðarsson kom til að taka út verkið
 
DSCF0453 (Large)
Steady hands...
 
DSCF0465 (Large)
Guðmundur mátar eggjabakkdýnurnar
 
DSCF0473 (Large)
Æfingahúsnæðið eftir breytingar. Teppi á gólfi og í gluggum, eggjabakkadýnur á veggjum

Ólafur fer á Subway

Ég hef þrisvar sinnum farið í nýja verslun Subway á Egilsstöðum. Ég fagna að sjálfsögðu að þessi keðja skuli vera komin í Egilsstaði enda án efa einn besti skyndibiti sem völ er á. Það er þó þannig að starfsfólk útibúsins er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þjónustulundin er alls ekki staðar og hreyfigeta afgreiðslufólksins á við 2ja ára ungabarn.

Afgreiðslan er eitthvað á þessa leið;

Brauðafgreiðslumaður: Get ég aðstoðað?
Ólafur: Já, ég ætla að fá tvo "12 bræðinga í parmesan og hita báða
Brauðafgreiðslumaður: (Sækir brauðin tvö) Tvö brauð?
Ólafur: Já
Brauðafgreiðslumaður: Tólf tommu?
Ólafur: Já
Brauðafgreiðslumaður: Hvað má bjóða þér?
Ólafur: Uuuu... bræðing.
Brauðafgreiðslumaður: Í bæði brauðin?
Ólafur: Já
Brauðafgreiðslumaður: (Klárar að setja bræðing í brauðið) Hita eða rista?
Ólafur: Uuu.. hita.
Brauðafgreiðslumaður: Báða?
Ólafur: Já takk.
Grænmetisafgreiðslumaður: Grænmeti?
Ólafur: Í annan þeirra ætla ég að fá kál, rauðlauk og papriku
Grænmetisafgreiðslumaður: (Klárar að setja kál) Eitthvað fleira?
Ólafur: Já, rauðlauk og papriku
Grænmetisafgreiðslumaður: (Klárar að setja rauðlauk) Fleira?
Ólafur: Já, papriku
Grænmetisafgreiðslumaður: Einhverja sósu?
Ólafur: Já, majones og sætt sinnep og salt og pipar
Grænmetisafgreiðslumaður: (Klárar að setja majones) Sinnep?
Ólafur: Já, sætt
Grænmetisafgreiðslumaður: Salt og pipar?
Ólafur: Já
Grænmetisafgreiðslumaður: Og í hinn?
Ólafur: Ég ætla að fá kál, rauðlauk og gúrku
Grænmetisafgreiðslumaður: (Klárar að setja kál) Eitthvað fleira?
Ólafur: Já, rauðlauk og gúrku
Grænmetisafgreiðslumaður: (Klárar að setja rauðlauk) Fleira?
Ólafur: Já, gúrku takk
Grænmetisafgreiðslumaður: Sósu?
Ólafur: Já, majones og Honey mustard
Grænmetisafgreiðslumaður: (Klárar að setja majones) Honey mustard?
Ólafur: Já, takk
Kassafgreiðslumaður: Hvað varstu með?
Ólafur: Tvo bræðinga
Kassafgreiðslumaður: Tvo?
Ólafur: Já
Kassafgreiðslumaður: Eitthvað fleira?
Ólafur: Já, hálfslíters kók light
Kassafgreiðslumaður: Light?
Ólafur: Já takk
Kassafgreiðslumaður: Það gera 1.980 kr.
Ólafur:(Réttir kortið)
Kassafgreiðslumaður: Viltu afrit?
Ólafur: Nei takk
Kassafgreiðslumaður: Gjörðu svo vel
Ólafur: Takk kærlega

Af þess má sjá að það borgar sig alls ekki að segja tvo eða fleiri hluti við afgreiðslufólkið í einu. Það getur greinilega bara meðtekið einn hlut og það hefur ekkert skánað í hvert skipti sem ég kem í verslunina. Ég hélt nefnilega að maður myndi flýta fyrir afgreiðslu að segja allt í einu í hvert skipti en svo er alls ekki. Svo spyrja þeir á Egilsstöðum aldrei eins og fyrir sunnan; Taka með eða borða hér? , sem þýðir að þú færð aldrei poka ef þú ætlar að taka með og þarft því að biðja um hann sérstaklega.

En hvað sem öðru líður eru bátarnir alveg jafn góðir þrátt fyrir athyglisverða afgreiðslu og það er nú það sem skiptir mestu máli.


Geir Haarde og Framsóknarflokkurinn

Mikið finnst mér nú vera að fjara undan honum Geir Haarde. Mér hefur alltaf fundist þetta vera fyrirtaksstjórnmálamaður og hef hingað til treyst honum til góðra verka. Hann er þó í stuttu og hnitmiðuðu máli gjörsamlega búinn að skíta upp á bak. Góðlega brosið er horfið, hann er í vondu skapi og það er svosem eðlilegt.

Hann hefur aldrei lent í þeirri stöðu áður sem nú blasir við, sem leiðtogi. Svipuð staða kom upp stuttu eftir aldamótin síðustu en þá hafði hann Davíð og Framsóknarflokkinn til að redda málunum. Hann hefur s.s. aldrei þurft að axla svona mikla ábyrgð áður einn og óstuddur. Ekki er nú mikil hjálp í Samfylkingunni, né hinum Sjálfstæðismönnunum í ríkisstjórn, sem tala hver ofan í annan og allir í sitt hvora áttina. Það er eitthvað mikið að ef þessi ríkisstjórn verður ekki sprungin með haustinu.

Þetta er sérstaklega fyrir Andrés: Árangur áfram - ekkert stopp!

Þetta eru orð að sönnu. Því miður fengu þau ekki hljómgrunn í síðustu kosningum og því fór sem fór. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega ekkert án Framsóknarflokksins og er það að koma berlega í ljós. Nú liggur leiðin niður á við og botninum er sannarlega ekki náð. Samfylkingin er gjörsamlega ónothæfur flokkur, það hefur ítrekað sannað sig á þessum krepputímum. Þeir ráða ekki við svona stöðu. Enda ekki við því að búast.

Annars er búið að vera voðalega hressandi að vera í stjórnarandstöðu og sjá hvernig ný ríkisstjórn drullar hvað eftir annað upp á bak. En það er ekki hressandi lengur. Fyrr má nú drulla. 

Nú er lítið annað að gera en að bíða næstu kosninga og fá Framsókn aftur í ríkisstjórn til að slökkva í þessu báli sem núverandi stjórn er búin að kveikja og á eftir að hella rándýrri olíu yfir út kjörtímabilið.


Það er "bullandi samkeppni"

Allavega í þessum töluðu orðum. Innan gæsalappa samt. Ekki er nú samkeppnin mikil nema ef litið er til þess að venjulega er nákvæmlega sama verð hjá öllum olíufyrirtækjunum. Þetta er því ný staða; samkeppni. Þangað til öll félögin verða komin með sama verð. Sem verður sennilega á morgun.

Þegar þetta er skrifað hefur Olís hækkað bensínlítrann um 6 krónur.
Eftir því sem ég best veit hækkað N1 lítrann um 2 krónur og Skeljungur hefur ekki enn hækkað. Þeir verða þó eflaust búnir að hækka þegar ég verð búinn að ýta á "vista" hnappinn.

Þetta þýðir þó það að N1 er að bjóða ódýrara bensín en Olís og Skeljungur býður ódýrara en bæði N1 og Olís. Sem þýðir "bullandi samkeppni".

Bara spurning hvað það helst lengi.


mbl.is Eldsneytisverð snarhækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andskotinn er þetta!

Hvað í andskotanum skilja þeir, sem ráða, ekki við þetta?

Viljiði andskotast til að hækka laun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga eins mikið og þessar stéttir vilja. Ef þessir jakkaklæddu blábjánar (sem öllu ráða) geta bent mér á mikilvægara fólk í samfélaginu, þá væri það vel þegið.

Þeir vilja kannski meina að Ólafur Jóhann í Geysi Green, Sigurjón Árnason í Landsbankanum og hvað þeir heita nú allir þessir mikilmennskuræflar, séu merkilegri menn heldur þær konur sem tóku á móti þeim í þennan heim og eru boðnar og búnar til að þjónusta á alla mögulega vegu.

Þegar þú berð að jöfnu fólk með sex ára háskólanám, hvað er það þá sem getur réttlætt það að jakkafataklæddir lögfræðingsfávitar séu með hærri laun en ljósmæður og hjúkrunarfræðingar? Og eru þessir ofmetnu bókabjánar eitthvað merkilegri en ljósmæður?

Andskotist til að koma vitinu fyrir ykkur og hlustið á kröfur þessara stétta. Og haldiði síðan kjafti!

 


Ég sakna þeirra allavega ekki

englandÉg er ekki frá því að það Evrópumót sem nú er að klárast sé það besta sem ég hef séð síðan 1996, og er þetta jafnvel betra en það. Ég er búinn að horfa á alla leikina, nema 4, og hef enn ekki séð leiðinlegan leik, kannski að undanskildum leik Spáns og Ítalíu í 8 liða úrslitum, þó svo að hann hafi farið í vítaspyrnukeppni. Þegar lið eins og Sviss er að koma manni á óvart með skemmtilegum fótbolta þá hlýtur standardinn að vera góður. Ég ætla eftir úrslitaleikinn að koma með nánari hugleiðingar mínar um keppnina. Í þetta skiptið ætla ég að taka mér bessaleyfi og koppí/peista grein sem ég sá á www.fotbolti.net um enska landsliðið. ún er eftir kanadískan blaðamann og er vægast sagt skemmtileg og áhugaverð.  Njótið, ég sakna þeirra allavega ekki. Sorrí Þröstur.

 
EM 2008 er betra án Englands

Það er góð saga sem gengur hér í Genf í Sviss. Hún er um Steve McClaren, þann sem missti starfið þegar Englandi tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM, en hann er hér í Sviss á EM2008 við einhverjar fótboltalýsingar fyrir BBC.

Sagan er að þegar McClaren kom í fréttamannamiðstöðina til að ná í fréttamannapassann sinn, þá hafi starfsmaður UEFA starað á hann smástund og sagt;
,,Ég veit ég á að þekkja þig." McClaren brosti sínu breiðasta og sýndi hvítar tennurnar, ánægður með að frægð hans væri á góðum grunni á alþjóðavísu. En þá sagði UEFA gaurinn;
,,Ó, já, auðvitað, þú ert fyrrverandi landsliðaþjálfari Írlands.”

Ég hef ekki hugmynd um hvort hyggindi og sérfræði þekking McClaren um EM2008 eru þess virði að heyra. En það er samhljómur í ensku pressunni um að Steve McClaren hefði átt að hafa vit á að halda sig fjarri hljóðnemanum með hyggindi sín um stórmótið sem hann gat ekki einu sinni komið landsliði sínu á.

Englandi tókst ekki að komast á EM2008, bara svona ef þú vissir það ekki, með tveimur töpum gegn Króatíu, einu tapi gegn Rússlandi, og einu jafntefli gegn litlu Makedóníu.

Satt best að segja, þá er EM2008 betra mót án Englands. Ekki bara vegna þess að enska landsliðið er miðlungs og oft vonlítið lið, heldur líka vegna þess að það spilar oft þunglamalegan og leiðinlegan fótbolta, sem hefði lækkað skalann hér.

Án Englands erum við laus við flóðbylgjuna af umfjöllun um fótinn á David Beckham, eða um nárann á Michael Owen. Vegna þess að enskir fjölmiðlar fjalla svo ýkt og svo yfirgnæfandi um fótbolta ef England er þáttakandi í móti, og síðan flækist þetta gaspur inn á helstu ensku miðlana um allan heim, og allt í einu lítur England út fyrir að vera mikilvægara en það er í raun og veru.

Enskur fótbolti er á niðurleið, staðreynd sem er dulbúin og falin með árangri Manchester United, Chelsea og Liverpool í Meistaradeild Evrópu. Öll þrjú liðin eru troðfull af frábærum leikmönnum, en þeir eru frá Þýskalandi, Portúgal, Hollandi og Spáni. Hugmyndin um að enska landsliðið standi jafnfætis portúgalska eða hollenska landsliðinu sem við höfum horft á, er farsakennd.

Flestir leikmenn enska landsliðsins eru ofmetnir, oflaunaðir, og ofar tunglinu í áliti á sjálfum sér. Flesta skortir sjálfsaga og tækni. Merkjanlega þá hafa örfáir “meikað” það með að spila með erlendum liðum. Þá má telja á fingrum annarrar handar – nú síðast Beckham og Owen hjá Real Madrid. Mig grunar að flestir séru einfaldlega hræddir við álagið sem fylgir því að spila á Spáni eða á Ítalíu.

Önnur góð saga sem hefur farið hringinn í Evrópu í nokkur ár er um enskan landsliðsmann sem var eitt keppnistímabil í Seríu A liði á Ítalíu. Eftir fyrsta leikinn spurði hann einn framámann liðsins um leiðina í “setustofu leikmanna.” Þess má geta að á Englandi eru liðin með sérstakan bar með drykki fyrir leikmenn, konur þeirra eða kærustur, og fyrir VIP. Þessi framámaður liðsins sagði leikmanninum að svona bar væri ekki til hjá þeim. Gapandi af undrun spurði leikmaðurinn; “En hvert fara þá leikmenn eftir leiki?” Og svarið var; “Þeir fara heim til sín.”

Ég er yfir mig ánægður með að þurfa ekki að þola leiðinlega leiki miðlungsleikmanna. Mig langar virkilega ekki til að horfa á Rio Ferdinand taka hálfa öld að labba frá enska markinu yfir í vítateig andstæðinganna þegar enskir eiga horn. Né heldur að vakna upp við það eftir 30 mínútna leik að David Beckham hefur ekki sést í leiknum.

Og ef England kemst á stórmót, þá er litið á þá staðreynd af evrópsku pressunni sem gamansama dægrastyttingu. Þar með fylgir með, sú hlægilega þráhyggja að fjalla í sífellu um WAG´s, eða eiginkonur og kærustur leikmanna, hin óumflýjanlega sálarkvöl einhvers aumingja fórnarlambs sem klikkaði á víti, grunurinn um að allir útlendingar hati England, að allir erlendir leikmenn geri sér upp meiðsli en það gera hugprúðir englendingarnir nefnilega ekki, og hinar fáráðlegu ýkjur um getu enskra leikmanna, sem í raun eru meðreiðarsveinar en ekki stjörnur.

Svo ekki sé minnst á að allt er smærra og þægilegra í sniðum – að mestu leiti á 30.000 manna og stærri völlum, í tiltölulega litlum borgum – sem hefðu aldrei geta tekið við hinum stóra her enskra áhorfenda. Og þrátt fyrir að enskir áhorfendur hagi sér yfirleitt vel þessa dagana, þá orsaka þeir samt taugatitring hjá innfæddum borgurum og lögreglu, sem verður til þess að skemma fyrir öllum hinum. Þegar ensku áhorfendurnir eru ekki, þá er öryggisgæsla slakari og börum í borginni þar sem leikirnir fara fram er ekki lokað á leikdegi.

EM2008 er um leikina og skemmtunina. Það er um gáska hollensku sóknarinnar, ítalina á bjargbrúninni, og spænsku hæfileikana. Þessir frægu ensku leikmenn, ef þeir eru að horfa á EM2008 í lúxusvillum sínum eða á einkastrandhýsi á einkaeyju í Karabískahafinu, eru að horfa á leikmenn sem eru betri en þeir. Og það sem meira er, enginn saknar þeirra.

 

 


Nokkur atriði varðandi leikinn

anelka_petit2Að þessum fína leik loknum er eftirfarandi ljóst:

1. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera Chelsea maður

2. Nicholas Anelka toppaði sorglegasta knattspyrnuferil sögunnar í kvöld

3. Christiano Ronaldo þolir ekki pressu

4. Drogba er bjáni ( ef einhver hafði efast um það fram að atvikinu heimskulega )

5. Það hlýtur að vera hressandi að vera Man Utd maður í dag

6. Christiano Ronaldo þolir ekki pressu

7. Drogba er bjáni 

 


mbl.is Man. Utd Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég þoli ekki þegar...

... fyrirtæki geta ekki gefið upp verð á vörum sem sýndar eru á heimasíðum þeirra. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband