Af íslenskri músík

Ég keypti mér Sprengjuhöllina um daginn. Snilldarplata.
Einhver gagnrýnandi sagði að platan væri Sumar á Sýrlandi sinnar kynslóðar. Ég er bara alls ekki frá því að það sé rétt hjá honum. Hún er náttúrulega langt frá því að vera jafngóð og Sumar á Sýrlandi, ennþá allavega. Sjáum til eftir 25 ár. 

Það er allavega ljóst að það er gaman að ennþá skuli finnast íslensk bönd sem leggja upp úr hressleika, frumleika og almennum skemmtilegheitum. Sprengjuhöllin tekur sig passlega alvarlega, platan er ekki með  þetta ofurpródúseraða Bylgjusánd sem einkennir allar íslenskar hljómsveitir sem syngja á íslensku og hún er ekki með þetta meiksánd (sánd til að heilla erlenda) sem allar hinar plöturnar hafa. Sprengjuhöllin hefur einfaldlega þetta skemmtilega séríslenska sánd sem heyrist sjaldnar og sjaldnar. Svo eru þeir hressir og leggja mikið uppúr textunum. Það er nú ekki hverjum degi sem íslenskar hljómsveitir gera það. Eins eru þetta hörkuhljóðfæraleikarar.

Þá er bara að kaupa sér Mugison næst. Ég er spenntur.

Menn geta samt gleymt því að ég sé að fara að kaupa Pál Óskar eða Guðrúnu og Friðrik Ómar. 


mbl.is Fjórar gullplötur afhentar í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Fyrsti diskurinn sem ég kaupi í lengri tíma og varð ekki fyrir vonbrigðum. Mjög skemmtilegur diskur !

Óskar, 14.12.2007 kl. 12:07

2 identicon

Hvað er þetta "Sprengjuhöllin"

Ég er bara engu nær. það sem ég hef verslað af Íslenskri tónlist er Megas og senuþjófarnir, sem er snilld og Jónas Sig er er ekki bara snilld heldur snilldin ein.

Annað hef ég ekki keypt af Íslenskri tónlist á árinu.

Lét Sprengjuhöllina hljóma á mySpace meðan ég skrifað þessar 5 línur, gæti alveg hugsað mér að hlusta á þetta.

Er með þessar 2 í spilaranum núna Vampyros Lesbos & Shake Sauvage.

Ingthor (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 16:11

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Það er svona að vera í Bergen og missa af öllu fjörinu.

Sprengjuhöllin er snilld
Megas og senuþjófarnir eru snilld
og Jónas Sigurðsson er dásamlegur.

Svona er þetta nú einfalt. 

Ólafur Björnsson, 14.12.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband